Fimmtudagur, 31. desember 2009
Ömurleg áramótagjöf ríkisstjórnar til Íslendinga og ófæddra kynslóða
Maður getur ekki annað en verið fullur trega eftir að fylgjast með þeim hörmungum sem áttu sér stað á Alþingi í kvöld. Sá ótti sem maður bar í brjósti varð að veruleika. Það sannaðist að enginn kjarkur, dugur eða þor er í leiðtogum þeim sem leiða ættu þjóð sína til betri framtíðar.
Þess í stað stendur þessi ríkisstjórn ekki í lappirnar, sýnir aumingjaskap og kjarkleysi og beygir sig undir ógnarvald okkur stærri þjóða sem kæmi manni ekki á óvart að hefðu flaggað flýtiferð inn í bandalag Evrópu fyrir verknaðinn og góðum afslætti á þessum skuldum þegar allt verður í óefni komið og sannfæra þarf þjóðina um að láta af sjálfstæði sínu, ganga í Evrópuklúbbinn og selja auðlindir sínar fyrir slikk.
Ég skammast mín fyrir leiðtoga þessa lands. Hvar er íslenski kjarkurinn sem forverar okkar höfðu þegar þeir börðust við Breta í þorskastríðunum, börðust fyrir landhelgi Íslands og börðust fyrir sjálfstæði þjóðar sinnar. Þann kjark er ekki að finna í núverandi stjórn þessa lands sem veitir ekki einu sinni möguleika á því að fara með slíkt ósanngirnis, óréttlætis og einhliða mál fyrir dómstóla. Nei, málið er samþykkt án dóms og laga og þjóðin hneppt í skuldafangelsi!
Skömm sé ríkisstjórn Íslands og þeim þingmönnum sem greiddu þessum óskapnaði atkvæði sitt og lögðu um leið ókleyfar byrðar á saklausa þjóð. Skömm sé þeim sem bera munu ábyrgð á því að almenningur þarf að greiða 100 milljónir í vexti á dag um ómælda tíð og sitja uppi með skuldir sem eru 320% af vergri landsframleiðslu sem er 80% umfram það sem álitið er sem þjóðargjaldþrot.
Ég treysti á samvisku Vinstri grænna sem brugðust því miður.
Hvernig samfélag verður hér að finna eftir slíka aðför að almenningi? Það er margt sem maður óttast verulega og eitt af því er að ekki munu bara auðmenn þessa lands flýja land sem margir hafa þegar gert það heldur margir aðrir sem einhvern möguleika eiga á betra lífi í öðrum löndum.
Nú er forsetinn síðasta hálmstráið.
Alþingi samþykkti Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:20 | Facebook
Athugasemdir
Þú ert nú meira auðvaldsdruslan - lærðu heldur að taka ábyrgð á því sem ógeðisflokkurinn sem þú svo stolt montar þig af að tilheyra hefur kallað yfir þjóðina. Farðu svo í áramótapartý með útrásarvíkingunum og vini þínum Finni Ingólfs og lærðu svo að meta það sem heiðarlegt fólk er að reyna að gera til að bjarga þessari þjóð frá hörmungunum sem hyskið sem þú elskar svo mikið kallaði yfir hana.
neddi (IP-tala skráð) 31.12.2009 kl. 00:26
Her Her Neddi...........This is a typical call from someone who borrowed money to live beyond means.......But ! Congratulations on what was achieved! Now is the time to let the "Jet Set" pay..........What has happened is that the Icelandic Government has said "We will pay the debts of the Gansters".....Now what the Icelandic Government needs to do is get the money back from those gansters....and all the big jeeps, and the Husbill, and the luxury homes etc etc etc....Afram Island !!!
Eirikur , 31.12.2009 kl. 01:14
Ja, þótt áramótagjöfin sé óhræsisleg í alla staði, verðum við, eins og siðuðu fólki sæmir, að þakka gefendunum, Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum, fyrir gjöfina. Og æ sér gjöf til gjalda, því þessa gjöf verðum sjálf að borga ófáa skildinga fyrir.
En hvernig er það, Kristbjörg mín, þekkir þú þennan Nedda eitthvað? Það held ég sé meiri asskotans slordóninn, ég segi ekki annað!
Jóhannes Ragnarsson, 31.12.2009 kl. 01:15
@Neddi (Þú ert nú meira auðvaldsdruslan)
Er ekki allt í lagi hjá þér vinur?
Síðan hvenar var frjálshyggja glæpur ,þetta snýst ekki bara um útrasarvíkinaga sjálfstæðismenn og CO.
Þetta er ömurlegur dagur í lifi mínu ,þetta er ekkert annað en uppgjafartónn hjá stjórninni,væri frekar til í að vera heftur í 10 ár og borða fiskinn aftur 6 sinnum í viku (svona var þetta nú í marga áratugi)en að láta börnin mín borga þetta !
Ólafur Austmann (IP-tala skráð) 31.12.2009 kl. 09:53
ja hérna hér! Ég skellti nú bara upp úr þegar ég las orðið "auðvaldsdrusla"..svo fjarri sannleikanum er það þegar hún Kidda á í hlut.
Nú er ég samfylkingarkona og hlýt ég þá að vera háklassa"auðvaldsdrusla" þar sem sá flokkur er nú þekktur fyrir vináttu við flesta útrásarvíkinga:).
Já Kidda mín, þó við sjáum þetta mál með ólíkum augum þá hafa allir rétt á sinni skoðun. Get vel skilið að þeir sem eru á móti þessu sjái þetta sem mikla sorg. Ég geri það nú ekki en er þó ekki sátt, frekar en þeir sem greiddu atvkæði með þessu.
En ég held að Neddi verði nú að fá titilinn "maður bloggsins" þetta árið..hahahaha!
Knús elsku vinkona og ég býð spennt eftir áramótfærslunni:)
Linda
Linda (IP-tala skráð) 31.12.2009 kl. 13:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.