Trúir einhver slíkum áróðri?

Það vona ég svo sannarlega ekki.

Halda kínversk stjórnvöld virkilega að heimsbyggðin kaupi jafn fáránlegan fréttaflutning á sama tíma og þeir hleypa hvorki fréttamönnum né mannréttindafulltrúum inn í Tíbet.

Það er algjörlega andstætt öllu því sem Tíbetar lifa fyrir og búddatrúnni að beita ofbeldi og má segja að í raun hafi það frekar háð Tíbetum en hitt hversu sannir þeir eru trú sinni og friði enda er þetta ákaflega merkileg og sérstök þjóð. Háð þeim á þann hátt að uppreisnir þeirra og frelsisbarátta hefur verið barin niður af slíku ofurefli kínverskra stjórnvalda að þeir hafa aldrei átt möguleika.

Án utanaðkomandi hjálpar.

Nú er tækifæri heimsbyggðarinnar til þess að snúa þeirri þróun við og nota til þess þá pressu sem ólympíuleikarnir skapa.

Ég vildi óska þess að ég gæti séð SANNAR fréttir af því sem er að gerast í Tíbet. En það mun ég sennilega aldrei fá tækifæri til þess að sjá nema þá löngu síðar í sögubókum. Það er hræðilegt.

Ég held að kínversk stjórnvöld ættu að leyfa fréttamönnum að fara inn í Tíbet og miðla fréttum þaðan í stað þess að senda út heimatilbúna lygi. Staðreyndin er hins vegar sú að kínversk stjórnvöld vita að þegar sú æð myndi opnast þá fyrst væru þeir í alvarlegum vandræðum með augu allrar heimsbyggðarinnar á sér. Þeir nota því þessa fáránlegu smjörklípuaðferð til þess að reyna að halda öðru í umræðunni. Jafn fáránlegt og það er að væna heittrúaða munka um hryðjuverk!

Ég sá einmitt viðtal við kínverska stúlku hér í stjónvarpinu sem er í námi hérna í Danmörku og það var sorglegt hversu illa uppfrædd stúlkan var um sína eigin þjóð. Hún hafði greinilega drukkið heimatilbúinn áróður heimalands síns með móðurmjólkinni og gerði sér enga grein fyrir hversu margar staðreyndavillur hún fór með m.a. um Tíbet. Svo mikið var það að það jaðraði við heilaþvott.

Svei þeim og það versta er að íslensk stjórnvöld láta þessar staðreyndir nánast engin áhrif á sig hafa og keppast um að boða komu sína á ÓL. Þessir sömu stjórnmálamenn munu eflaust iðrast þess síðar.


mbl.is Tíbetskir munkar handteknir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um aðgengismál

Bendi á góðan pistil Freyju Haraldsdóttur um aðgengismál.

http://almaogfreyja.blog.is/blog/almaogfreyja/entry/502793/

Samfélag okkar á að vera samfélag án óþarfa hindrana og samfélag sem byggt er upp með þarfir allra í huga.

Hvers vegna er það ekki þannig að starfsleyfi opinberra stofnana og annarra er veita einhvers konar þjónustu sé háð því að aðstæður séu aðgengilegar öllum? Er það ekki bara sjálfsagt?

Það getur ekki verið í lagi að fólk geti leyft sér að segja að það sé of mikil fyrirhöfn að gera skábraut eða stuðla að aðgengi á annan máta.

Þetta þyrfti að skoða.

Það má líka ekki gleyma því að margt af því sem stuðlar að bættu aðgengi þeirra sem hafa skerðingar eykur einnig aðgengi margra annarra hópa. Sem dæmi um þetta má nefna aðgengi að heimasíðum. Ef opinberar stofnanir væru skyldugar til þess að hafa heimasíður sínar settar upp með aðgengilegum hætti þá væri það ekki síður gott fyrir þá sem eru farnir að eldast, fyrir fólk af erlendu bergi brotið og svo framvegis.

 


Þorgerður Katrín og Ólafur Ragnar eiga að láta að sér kveða varðandi ÓL í Peking

Þau ættu að hunsa opnunarhátíðina eins og aðrir pólitískir fulltrúar. Þrátt fyrir að Þorgerður sé boðin af íþróttahreyfingunni þá er hún að fara þangað sem menntamálaráðherra en ekki íþróttamaður.

Nú er tækifærið fyrir hina ágætu leiðtoga og stjórnmálamenn að láta að sér kveða svo eftir verði tekið!

Sýna fram á það að við Íslendingar metum mannréttindi ofar öllu öðru. Það er á engan hátt og verður aldrei forsvaranlegt að íslensk stjórnvöld mæti á opnunarhátíð ólympíuleikanna hjá kínverskum stjórnvöldum sem virða ekki mannréttindi og hafa gerst sek um menningarlegt þjóðarmorð á Tíbetum.

Ef þau mæta þá þykja mér þau sýna hræsni og meta eigin hagsmuni framar mannréttindum og það er ekki gott að hafa slíkt fólk í leiðtogahlutverkum.

Ég veit ekki alveg hvað Þorgerður átti við með að "strjúka" Kínverjum en sama hvað hún ætlar sér að gera með Kínverjum þá er hún ekki að gera það á réttum forsendum þegar henni er fullkunnugt um stöðu mannréttindamála í Kína og stöðuna í Tíbet.

Þykir þessu ágæta fólki ekkert undarlegt við það að fréttir sem berast frá kínverskum fjölmiðlum skuli vera verulega skekktar og sumar hreinar lygar auk þess sem lokað hefur verið nánast á öll samskipti við Tíbet og mannréttindafulltrúa ekki hleypt þar inn.

Mér þykir þetta vera alveg til skammar að fólk sem kosið er sem leiðtogar þjóðfélags okkar skuli ekki sýna meiri kjark en raun ber vitni og sýna slíka grunnhyggni og eiginhagsmunasemi að manni sumblar hreinlega. Þau ættu að skammast sín!


mbl.is Óljóst hvort forseti Íslands mætir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég var æðsti strumpur, en þú?

What Smurf am I? You are Papa Smurf. You are a natural born leader. You are wise for your years and enjoy the simple things in life. You are happiest when those around you are happy and when life is harmonious. Sometimes you bear the weight of the world on your shoulders, but you genuinely want what is best for others and will make the sacrifices to achieve it. The world is a better place with you in it!

Strumpaprófið!

http://bluebuddies.com/smurf_fun/smurf_personality_test/papa_smurf.htm


Hvet ykkur til að lesa þessa grein!

http://www.vefritid.is/

Góð grein um Tíbet.

tibeski-faninn.png


Hvet ykkur til að horfa á þetta!

http://www.youtube.com/swf/l.swf?video_id=7B7NvIFj5AU&rel=1&eurl=&iurl=http%3A//i.ytimg.com/vi/7B7NvIFj5AU/default.jpg&t=OEgsToPDskKakKHdcjZpY27IrF43akP2&hl=en

Þarna sést mjög vel hversu lík náttúra Íslands og náttúra Tíbet er!


Hrós dagsins á Bjarni Harðarson alþingismaður

Bjarni Harðarson þingmaður okkar framsóknarmanna á svo sannarlega hrós dagsins.

Hann á hrós skilið fyrir að taka þetta mikilvæga mál upp í sölum Alþingis og koma því á framfæri á bloggsíðu sinni.

http://bjarnihardar.blog.is/blog/bjarnihardar/entry/500787/#comment1257570

 

Lesa umræðuna á Alþingi:

http://www.althingi.is/altext/135/04/l08140350.sgml

Hlusta eða horfa á umræðuna á Alþingi:

http://www.althingi.is/altext/hlusta.php?lidur=lid20080408T140350&end=2008-04-08T19:13:13

Það er merkilegt hversu lítið hefur farið fyrir þessu hingað til þar sem um stórmál er að ræða og er þetta mál mjög fyrirferðarmikið annars staðar. Stjórnvöld margra landa hafa sent frá sér yfirlýsingar varðandi þetta mál. Ég  upplifi þetta eins og íslensk stjórnvöld ætli að reyna að þreyja þorrann og þegja þetta af sér þar sem það sé þeim ekki í hag að sýna stuðning með málefnum Tíbeta. Atkvæðið í öryggisráðið getur ekki verið svona verðmætt. Ekkert er verðmætara en mannréttindi og mannslíf. Það verður þá blóði drifið og illa fengið atkvæði í mínum augum.

Það þarf kjark til þess að standa svona í lappirnar gegn risaveldi eins og Kína og þann kjark höfum við.

Ekki það að ég tek undir með Bjarna. Málin eru eflaust betri núna en áður fyrr og það er margt gott um Kína að segja og eflaust eru þeir að vinna í sínum málum. En betur má ef duga skal.

Hins vegar eru staðreyndir á ferð hér varðandi mannréttindabrot þeirra og málefni Tíbeta sem er ekki hægt að horfa framhjá.

Leiðtogar heims verða að standa í lappirnar og nota þrýstiafl sitt til stuðnings Tíbet. Það getur það enginn annar. Núna er tækifærið með þeirri umfjöllun sem er í kringum ólympíuleikana.

Ég vona svo sannarlega að íslensk stjórnvöld hafi lært sína lexíu varðandi það að það vinnst aldrei neitt með því að ganga gegn sannfæringu sinni með því að reyna að koma sér vel við stjórþjóðir. Við eigum að hafa lært á þeirri reynslu. Gerum ekki þau mistök aftur.

Ég er stolt af því að vera framsóknarkona!


mbl.is Gere telur að Kína eigi við djúpstæðan vanda að etja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslensk stjórnvöld ættu að hunsa opnunarhátíðina á ÓL í Peking

Þetta virðist vera mál málanna í fleiri löndum en á Íslandi þó að íslensk stjórnvöld hafi ekki verið nógu hugrökk til þess að fara að ræða þessi mál í alvöru. Mín persónulega skoðun er sú að stjórnvöld allra landa eigi að hunsa opnunarhátíðina til að beita þrýstingi. Þessi umræða fer fram hér í Danmörku núna. Stjórnvöld eru pólitískir fulltrúar sem mæta í boði kínverskra stjórnvalda. Annað gildir um þá sem keppa á leikunum.

Íslensk stjórnvöld eru ekki að standa sig nógu vel í þessu máli að mínu mati. Þau munu líklega sjá eftir því síðar ef svo verður. Þau ættu að hafa lært af fyrri mistökum.

Fólk ræðir það að ekki eigi að blanda saman póliltík og íþróttum. Það má svo sem taka undir það en hins vegar þá eru ólympíuleikar risavaxinn viðburður sem teygir anga sína inn á öll svið mannlífsins. Ég hef hugsað þetta aðeins. Í rauninni hefði þessi umræða sem nú á sér stað átt að fara af stað þegar Kína fékk rétt á því að halda ólympíuleikana. Þeir hafa undirbúið þetta lengi og þegar ég var í Kína 2002 þá voru leigubílstjórar farnir að sækja námskeið til þess að læra ensku, það gekk hins vegar ekki betur en svo að það eina sem þeir gátu sagt var yes and no og þeir skildu ekkert.

Ég tel að menn hafi bara ekki áttað sig á því þá að þessi alda færi af stað. Þessi umræða opnaðist einhvern veginn ekki þá. Nú eru augu allrar heimsbyggðarinnar á Kína. Þetta er því kærkomið tækifæri til þess að vekja athygli á þessum alvarlegu málum sem annars hefði ekki gerst. Ég er því í dag nokkuð ánægð með það að ÓL verði í Peking. Ég held að þetta sé það besta sem gat gerst fyrir kínverskan almenning og Tíbeta. Kínverska gríman fellur smám saman þegar athyglin beinist öll að Kína. Það er nefnilega ekki endalaust hægt að setja upp leikrit, stýra umræðunni með því að loka á símasamband, net og stjórna fjölmiðlum auk allra annarra áróðurstækja sem eru notuð. Það er ekki hægt gagnvart allri heimsbyggðinni.

Því er gríðarlega mikilvægt að stjórnvöld taki skýra afstöðu í stað þess að láta bara sem ekkert sé. Núna er tækifærið til þess að hafa raunveruleg áhrif í stað þess að sitja í teboði kínverskra stjórnvalda á meðan saklaust fólk er myrt eða fangelsað fyrir það eitt að trúa á leiðtoga sinn. Ég myndi amk ekki geta drukkið slíkt te með hreina samvisku. Það er helber hræsni.

Auðvitað þurfa mótmælendur að passa sig að ganga ekki of langt og mótmælin mega ekki verða neikvæð. Hins vegar er ekkert að því að nota allar mögulegar leiðir til þess að sýna fram á stuðning við Tíbet eins og hún Björk okkar gerði á svo frábæran hátt á tónleikum sínum í Kína.

Fólk veltir því kannski fyrir sér hvers vegna ég skuli vera svona upptekin af Tíbet?

Það er staðreynd að Tíbet er langt í frá eini staðurinn í heiminum þar sem þarf virkilega að berjast fyrir ákveðnum mannréttindum og sýna stuðning. Friðrik Sigurðsson framkvæmdastjóri Þroskahjálpar sagði eitt sinn á erindi sem ég heyrði hann flytja að maður yrði að velja sér bardaga. Það væri einfaldlega ekki hægt að bjarga öllum heiminum. Ég er algjörlega sammála. Ég hef verið í Tíbet og þá eygði ég ekki von til þess að þessi staða kæmi upp þeas að heimsbyggðin færi smám saman að opna augun varðandi Tíbet. Nú er tækifærið! Ég hef þráð þetta frá því ég kynntist fyrst sögu Tíbet og átti mér þann draum að heimsækja þetta land og sjá með eigin augum aðstæður. Það gerði ég og það staðfesti í raun fyrir mér hversu niðurnídd þjóðin er. Ég valdi mér fyrir mörgum árum síðan að berjast fyrir Tíbet. Ég vissi bara ekki hvar ég ætti að byrja? Því er ég að byrja hér. Og ég mun aldrei gefa neinn afslátt á Tíbet. Það er bara þannig. Þeir sem þekkja mig vita að þegar ég hef tekið skýra afstöðu í einhverju sem er mér hjartans mál þá verður mér ekki haggað.

Ég ætla því að berjast fyrir Tíbet og leggja mitt af mörkum svo lengi sem þarf og svo lengi sem ég lifi.

Ég er gengin í samtökin Vinir Tíbet og get með stolti sagt það að systir mín Aðalheiður Þórisdóttir er meðstjórnandi í þeim góða hóp og ég er því með þeim í huganum í því sem hópurinn er að gera en líka næstum því í eigin persónu þar sem hún er þar fyrir okkur báðar enda betri helmingurinn minn Wink.

 

 

 


mbl.is Mótmæla ólympíuleikunum í San Francisco
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju með daginn Sammi minn!

Sammi og Siv í SVÁnægjulegt að sjá að sá dagur sé runninn upp sem hann Sammi tekur sæti á þingi en hann tók sæti sem varamaður Sivjar Friðleifsdóttur í dag.

Sammi er drengur góður og það var einstaklega ánægjulegt að taka þátt í kosningabaráttunni með honum. Ég er spennt að heyra hversu snöggur hann Sammi var/verður í pontu!

Það er mikilll fengur að honum Samma. Þvílík orka sem hann hefur og hann nær alltaf að slá á létta strengi og manni leiðist sko ekki með honum Samma. Það voru ófá hlátrasköllin sem við tókum á flakkinu okkar síðasta vor. Það gefur lífinu gildi að geta haft svolítið gaman af hinum daglegu verkefnum og það er ekki síður mikilvægt þegar þau eru alvarleg og krefjandi.

Gangi þér sem allra best kæri Sammi.


mbl.is Tveir nýir varaþingmenn setjast á Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinur Tíbet!

Ég er vinur Tíbet og ég hef óskað eftir skráningu í samtökin. Ég hvet alla sem vilja láta sig mikilvægt málefni varða að fara á fundinn og/eða skrá sig í félagið. Leggjumst á eitt.

Lítið skref fyrir hvern mann en risastökk fyrir mannréttindi.

Ég fékk þetta bréf sent í dag.

Dear friends,

On Monday, a global day of action delivered the 1.5-million strong Avaaz Tibet petition to Chinese embassies and consulates worldwide. Click to see photos, and to urge your head of state to join the call for change: See photos and take action!


On Monday, thousands of people in 84 cities worldwide marched for justice for Tibet--and delivered the 1.5 million-signature Avaaz petition to Chinese embassies and consulates around the globe. (Click below for photos.) Avaaz staff have engaged with Chinese diplomats in New York and London, delivering the petition and urging action. And a growing chorus of world leaders is joining the call.

China is on the fence--quietly indicating an openness to talks with the Dalai Lama, while at the same time pressuring other governments to support its continuing crackdown. Each day, more leaders are speaking out--either for dialogue, or supporting the Chinese hardline. Click below to send a personal message to your head of government, urging support for dialogue with the Dalai Lama--and check out the photo gallery from Monday's day of action!

http://www.avaaz.org/en/tibet_report_back/12.php/?cl=71028545

Together, we've built an unprecedented wave of global pressure. The Avaaz petition is one of the biggest and fastest-growing global online petitions on any topic in history; since it launched on March 18, it has been signed by 100,000 people per day--an average of more than 4,000 per hour, day and night.

Politicians understand that there is power in numbers. We need to show them that they have more to gain by listening to their own people--and heeding the cry for help from Tibet--than by giving China a pass in the lead-up to the Olympic Games. Take action now

http://www.avaaz.org/en/tibet_report_back/12.php/?cl=71028545

We're privileged to be alive at a time when people anywhere can reach out and support people everywhere--instantly. If we have the power to make things better, we have a responsibility to act. Thanks for what you've done so far, for the people of Tibet and for a more humane world for all.

With hope,

Ben, Ricken, Graziela, Galit, Paul, Iain, Pascal, and the Avaaz team

PS - The more people sign the petition, the more powerful our call for change. We will hope to deliver it to the Chinese government again once we reach our target of 2 million signers. If you haven't already, please forward the email below to your friends and family, and urge them to sign the Tibet petition!

________ here's a message to forward to friends _________

Dear friends,

After decades of suffering, the Tibetan people have burst onto the streets in protests and riots. The spotlight of the upcoming Olympic Games is now on China, and Tibetan Nobel peace prize winner the Dalai Lama is calling to end all violence through restraint and dialogue--he urgently needs the world's people to support him.

China's leaders are lashing out publicly at the Dalai Lama--but we're told many Chinese officials believe dialogue is the best hope for stability in Tibet. China's leadership is right now considering a crucial choice between crackdown and dialogue that could determine Tibet's--and China's--future.

We can affect this historic choice--China does care about its international reputation, and we can help them choose the right path. China's President Hu Jintao needs to hear that the 'Made in China' brand and the upcoming Olympics in Beijing will succeed only if he makes the right choice. But it will take an avalanche of global people power to get his attention. Click below now to join 1.5 million others and sign the petition--and tell absolutely everyone you can right away--our goal is 2 million voices united for Tibet:

http://www.avaaz.org/en/tibet_end_the_violence/97.php/?cl=71028545

China's economy is dependent on "Made in China" exports that we all buy, and the government is keen to make the Olympics in Beijing this summer a celebration of a new and respected China. China is also a sprawling, diverse country with much brutality in its past. And it has good reasons to be concerned about stability -- some of Tibet's rioters killed innocent people. But President Hu must recognize that the greatest danger to Chinese stability and development today comes from hardliners who advocate escalating repression, not from those Tibetans seeking dialogue and reform.

We have presented the petition at protests, marches, rallies, and private meetings with Chinese diplomats around the world--and we will keep sending it as long as it keeps growing. Please forward this email to your address book with a note explaining to your friends why this is important, or use our tell-a-friend tool to email your address book--it will come up after you sign. The Tibetan people have suffered quietly for decades. It is finally their moment to speak--we must help them be heard.

With hope and respect,

The Avaaz team

Here are some links with more information on the Tibetan protests and the Chinese response:

"China softens Dalai Lama stand" -- Wen Jiabao calling for dialogue
http://www.telegraphindia.com/1080401/jsp/foreign/story_9081121.jsp

Dalai Lama expresses appreciation for world reaction, appeals for continued support; also sends appeal to the Chinese people:
http://dalailama.com/news.221.htm
http://dalailama.com/news.220.htm

China announcing support from governments around the world:
http://news.xinhuanet.com/english/2008-03/20/content_7829212.htm

Leaders across Europe and Asia starting to back dialogue as the way forward:
http://news.bbc.co.uk/1/hi/world/asia-pacific/7300157.stm

Chinese Prime Minister attacks "Dalai clique", leaves door open for talks:
http://news.xinhuanet.com/english/2008-03/18/content_7813194.htm

Other Chinese signals:
http://timesofindia.indiatimes.com/China_looks_at_India_to_talk_to_Dalai_Lama/articleshow/2875142.cms
--------------------------------------------


mbl.is Stofnfundur Vina Tíbets
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband