Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Hvet fólk til að horfa á frábært viðtal við Sigmund í Zetunni

Það liggur á þessari slóð:

http://mbl.is/mm/frettir/sjonvarp/24105/

Þarna útskýrir Sigmundur ágætlega helstu stefnumál okkar Framsóknarfólks.


Myndband um lýðræði


Í dag kýs ég Framsókn X-B

Á eftir fer ég ásamt skólafélögum mínum til móts við ræðismanninn hér í Aarhus til þess að kjósa.

Ég ætla að setja X við B.

Ég ætla að kjósa Framsókn fyrir okkur öll, Framsókn fyrir alla - konur og karla!

Ástæðan er sú að ég treysti Framsókn best til þess að koma með raunverulegar lausnir í þeim mikla vanda sem við búum við á Íslandi. Framsókn ýtti málunum af stað í vetur þegar allt sat frosið og ekkert fararsnið var á Sjálfstæðismönnum eða Samfylkingu úr ríkisstjórn þrátt fyrir algert úrræðaleysi. Framsókn hefur nú þegar lagt fram tillögur í 18 liðum til þess að takast á við efnahagsvanda þjóðarinnar.

Kosningarnar sem haldnar verða núna 25. apríl n.k. er eitt þeirra skilyrða sem Framsókn setti fyrir að verja minnihlutastjórn falli. Það er gott og svar við ákalli þjóðarinnar um að fá að kjósa sér nýja stjórn til þess að taka á bráðavandanum á strandstað og koma þjóðarskútunni á farsæla siglingu á ný. Stjórnlagaþing hefði verið rökrétt framhald þess að leggja valdið í hendur fulltrúa þjóðarinnar til þess að endurvinna stjórnarskrána okkar og hugsa málin upp á nýtt. Það varð því miður ekki úr þar sem Sjálfstæðismenn virðast óttast það meira en heitan eldinn að færa raunverulegt vald þjóðarinnar yfir til hennar sjálfrar og koma ákvæði um auðlindir þjóðarinnar í stjórnarskrá til að verja rétt þjóðarinnar yfir þeim. Þriðja atriðið var að ráðist yrði í bráðaaðgerðir til handa heimilum og fyrirtækjum í landinu til að forða hruni. Margt gott hefur verið gert, en ekki nóg, ekki nógu hratt. Í dag eru 18 þúsund manns atvinnulaus og 10 fyrirtæki fara í þrot á dag!

Það er ástand sem verður að stöðva með öllum mögulegum leiðum strax!

Við þurfum öll að leggja höfuðið í bleyti og kanna hvað við getum lagt af mörkum til þess að koma þjóðinni okkar og landinu til aðstoðar út úr þeim hremmingum sem við er að etja. Stjórnmálaflokkar eru ekki lokað vígi eins og margir halda fram, af því hef ég persónulega reynslu úr Framsókn. Flokkarnir eru einungis fólkið sem er í þeim! Ég hvet fólk til þess að skoða vel hvað flokkarnir eru og hafa fram að færa í dag í stað þess að leggja einungis mat á þá út frá liðinni fortíð.

 


Myndband um 20% leiðréttingu skulda


Upplýsingar um utankjörfundaratkvæðagreiðslu

Fyrir ykkur sem kjósið utankjörfundar og eruð búsett erlendis þá er gott að nálgast upplýsingar um hvar sé best að kjósa í gegnum þessa slóð frá Utanríkisráðuneytinu.

http://www.utanrikisraduneyti.is/media/Frettatilkynning/Utankjorfundaratkvadagreidsla_erlendis.pdf


Fyrir kjósendur í Árósum og nágrenni!

Til að gera sem flestum Íslendingum búsettum í Danmörku kleift á að kjósa til Alþingis viljum við benda á að hægt er að greiða atkvæði hjá ræðismanni Íslands í Årósum. Leiðbeiningar um framkvæmd atkvæðagreiðslunnar munu liggja fyrir bæði á íslensku og dönsku.

Atkvæðagreiðsla hjá íslenska konsúlnum í Århus
Fram til kosningadagsins 25. apríl 2009 er hægt að greiða utankjörstaðar atkvæði til íslensku Alþingiskosninganna hjá íslenska konsúlnum - Lille Torv 6, 8000 Århus (nærri Magasín og dómkirkjunni)
Til að tryggja að atkvæðaseðillinn nái til Íslands fyrir kosningadaginn ætti utankjörstaðar atkvæðagreiðsla þó ekki að fara fram síðar en fimmtudaginn 23. apríl.
Atkvæðagreiðslan getur farið fram á opnunartíma skrifstofu ræðismannsins- virka daga milli klukkan 9.00 og 16.00
Fyrir þá sem ekki hafa möguleika á að kjósa á eftirfarandi tímum hefur ræðismannsskrifstofan AUKA OPNUNARTÍMA Miðvikudaginn 22.april frá kl. 16.00 til 20.00
Allir þeir sem óska eftir að kjósa verða að mæta í eigin persónu á ræðismannsskrifstofuna og
(1) Hafa meðfylgjandi íslenskt skilríki með mynd þar sem fram kemur íslenska kennitalan,
(2) Hafa meðferðis 10 dkr. til að standa kostnað af sendingu atkvæðaseðilsins til Íslands.
Með kveðju
Carl Erik Skovgaard Sørensen íslenski konsúllinn í Århus

(tekið af www.isfan.dk)

Partý partý partý

party

Flokkur á leið í stjórnarandstöðu

Ég tel það hollast að þessi flokkur fari í langt og gott frí frá stjórn landsins og setjist í stjórnarandstöðu.

Hann vék jafnframt að sterkri fjárhagsstöðu flokksins. „Sjálfstæðisflokkurinn stendur best að vígi í samanburði við aðra flokka og er minnst skuldum vafinn," sagði Andri.  Hann sagði að styrktarmannakerfi flokksins væri birtingarmynd þess sem flokkurinn stæði fyrir. Best væri fyrir flokkinn að vera sinn eigin herra og sjálfum sér nægur. (Tekið úr fréttinni).

Hvers vegna ætli flokkurinn standi nú svona vel fjárhagslega?

Styrktarmannakerfi birtingarmynd þess sem flokkurinn stendur fyrir! Mikið rétt. Þessi flokkur sér um sína og vinnur ötullega fyrir auðvaldið sem hendir svo smáklinki tilbaka í flokkinn!!!

Best fyrir flokkinn að vera sinn eigin herra og sjálfur sér nægur! Einmitt, þessi flokkur þarf ekkert að spá mikið í þjóðina sem hann vinnur í umboði fyrir. Hann sér um sig og sína!!! Það hefur nú sýnt sig rækilega í því hvernig þeir hafa troðið sínu fólki alls staðar um embættismannakerfið. Geir sá líka ástæðu til þess að biðja flokkinn afsökunar á afglöpum sínum en ekki þjóðina.

Ætli Andri hafi áttað sig á því hversu illilega hann er að opinbera hugsanagang Sjálfgræðginnar í þessum orðum sínum?

Þetta er ekki það sem íslenska þjóðin þarf þegar hún reynir á næstu árum að græða sár þau sem meðal annarra þessi flokkur hefur valdið. Flokkurinn sem hefur sagt okkur síðustu 18 ár að engum öðrum sé treystandi fyrir efnahagsstjórninni. Flokkurinn sem farið hefur með efnahagsmál þessi sömu 18 ár og steypt okkur í algjörar ógöngur í þeim efnum og mesta hrun sem sögur fara af hjá Vestrænni þjóð.

Flokkurinn sem lækkaði mest skattana á þau 10% þjóðarinnar sem hæstar tekjur hafa og hækkaði mest skattana á þau 10% sem lægstar tekjur hafa.

Nei takk! Ekki meira af því!!!


mbl.is „Þurfum að opna flokkinn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góðar fréttir!

Þetta finnast mér vera góðar fréttir.

Nú fer kannski eitthvað að gerast í þessu mikilvægasta sakamáli og efnahagsbrotamáli okkar tíma.

Aldrei hefur eins stórt verkefni beðið íslenskra sakamálayfirvalda að mínu mati.

Nú mun Joly vonandi hrista upp í doðanum og að manni finnst silkihanskatökunum sem einkennt hefur þessa rannsókn hingað til! Ekki hefur mátt hrófla við neinum manni á meðan almennum íslenskum heimilum blæðir vegna skulda sem þeir hafa sökkt okkur í!

YESSSsss


mbl.is Joly sérstakur ráðgjafi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Upplýsingar um utankjörfundaratkvæðagreiðslu

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla erlendis vegna alþingiskosninga 25. apríl 2009 er hafin og fer fram í öllum sendiráðum Íslands erlendis, fastanefnd Íslands hjá Evrópuráðinu og aðalræðisskrifstofum Íslands í New York, Winnipeg og Þórshöfn í Færeyjum. Einnig er unnt að kjósa utan kjörfundar eftir samkomulagi hjá kjörræðismönnum Íslands erlendis, samanber meðfylgjandi lista.

Væntanlegum kjósendum er vinsamlegast bent á að hafa samband við ræðismenn áður en þeir koma til að kjósa. Gert er ráð fyrir að kjósendur kynni sér sjálfir hverjir eru í framboði og hvaða listabókstafir eru notaðir. Hagnýtar upplýsingar um kosningarnar verður að finna á vefsetrinu: www.kosning.is.

Athygli kjósenda er ennfremur vakin á því, að þeim ber sjálfum að póstleggja atkvæði sín eða koma þeim á annan hátt í tæka tíð til viðkomandi kjörstjórnar á Íslandi.

Óski kjósendur erlendis eftir því að greiða atkvæði fyrir mánudag, er þeim bent á að hafa samband við viðkomandi sendiskrifstofu eða ræðismann.


Århus
Islands konsulat Eftir samkomulagi
Konsul Carl Erik Skovgaard
DELACOUR Advokatfirma
Lille Torv 6
DK-8000 Århus C
Sími: 7011 1122
Netfang: ces@delacour.dk

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband