Nokkrir gabbaðir

Ég féll nú bara á einu gabbi þar sem ég sá að vinkona mín hér úti var skyndilega skráð á Íslandi á msn hjá sér. Ég var fljót að spyrja hvað hún væri að gera heima?

Ég notaði hins vegar sama gabbið á nokkra af mínum msn félögum og héldu nokkuð margir að ég væri komin heim.

Ég plataði fólk líka á því á hinu blogginu mínu að ég ætlaði að flytja aftur heim til Íslands og að ég væri búin að missa allan áhuga á stjórnmálum og teldi að ekki væri hægt að hafa nein áhrif á samfélagið... sem er nú engan veginn mín skoðun því ég held að hvert og eitt okkar geti haft raunveruleg áhrif.

Þannig að nokkrir voru gabbaðir og ég hló hátt. Hef alltaf haft gaman af því að stuðla að því að geta hlegið aðeins með fólki og strítt því.

Ég man t.d. eftir einu góðu gabbi í gömlu vinnunni minni þar sem ég var að vinna sem forstöðumaður á sambýli og hringdi og tilkynnti þeim sem var á vaktinni að félagsmálaráðherra væri á leið í heimsókn og ég gæti ekki tekið á móti honum þar sem ég væri upptekin á fundi og þau yrðu að græja það fyrir mig. Þau fóru að gera allt fínt hátt og lágt og biðu eftir komu ráðherrans LoL.

Svona er lífið nú skemmtilegt á 1. apríl.

Fólk hljóp ekki mikið en lét aðeins gabbast!


mbl.is Varstu gabbaður í dag?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband