Mikilvægi þess að hitta fólk

Ég er ánægð með formanninn minn fyrir það hversu iðinn hann hefur verið við það að hitta fólk við hvert tækifæri og ég upplifi hann vera að ná upp virkilega góðum anda í okkar röðum og öðrum.

Það verður seint ofmetið mikilvægi þess að fá það sem brennur á beint í æð fyrir alla þá sem gegna formennsku, trúnaðarstörfum eða öðru þar sem þeir vinna sem fulltrúar hóps fólks.

Ég upplifi það ávallt þegar ég hef setið ráðstefnur, fundi eða annað þar sem hópur fólks kemur saman að ræða ákveðin mál að maður fyllist eldmóði og lærir alveg óendanlega mikið af því sem aðrir leggja til máls.

Stjórnmálamenn verða aldrei sérfræðingar í öllu. Þeir fara flestir út í pólitík vegna ákveðinnar hugsjónar og vilja til þess að bæta samfélagið. Þeir þurfa að verða sérfræðingar í því að hlusta á fólk, ná kjarnanum og vinna eftir því sem mögulegt er og fellur að sýn þeirra á samfélagið og hvernig best megi koma þeim upplýsingum sem þeir fá í framkvæmd.

Þetta er mikil einföldun, ég geri mér grein fyrir því en þetta tel ég vera kjarnann. Það er fólkið sjálft sem er að fást við verkefnið dags daglega sem eru sérfræðingarnir. Sem dæmi þá verður það gríðarlega mikilvægt að fá fram sjónarmið fatlaðs fólks fyrst og fremst en einnig aðstandenda þeirra, starfsfólks og annarra sem starfa að þjónustu í málefnum fatlaðra í þeirri miklu vinnu sem framundan er við yfirfærslu málefna fatlaðra frá Ríki til sveitarfélaga.

Í kvöld var ég á fundi í Salnum í Kópavogi þar sem ég heyrði Raddir Tíbet. Þær voru margar og misjafnar en allar góðar.

Ég hvet alla til þess að leggja sitt af mörkum til þess að gera samfélagið hér og í hinum stóra heimi aðeins betra í dag en í gær. Það er af svo mörgu að taka að það má segja að það sé hlaðborð af verkefnum til þess að bæta heiminn. Þú getur hreinlega valið þér verkefni. Hvort sem það er að brosa til nágrannans sem hefur átt slæman dag eða vinna við þróunarstörf. Enginn getur unnið allar barátturnar en hver og einn getur lagt því lið sem hann telur henta sér og trúir á.

Það er eitt af því sem ég lærði á því að lesa bókina "Munkurinn sem seldi sportbílinn sinn" eftir Robin S. Sharma sem ég las í sumarleyfinu að það er einn aðaltilgangur lífsins að þjóða öðrum á óeigingjarnan hátt og þannig hefur maður líf sitt upp á æðra stig því ilmur loðir alltaf við hendur þess sem gefur rósir. Þessi bók er svona "keeper" eins og sagt er um góða karlmenn og ég hvet alla til að lesa hana og glugga reglulega í. Hún er full af gullkornum.

Það er gaman að segja frá því að þegar ég keyrði heim eftir fundinn þá keyrði ég á eftir bíl með númeraplötunni "Be nice". Nokkuð gott Smile.


mbl.is Guðni í fundaherferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband