Skólafélagi mánaðarins - gegn einelti!

Ég sá svolítið sniðugt í sjónvarpinu hérna áðan. Ekki það að slíkt gæti nú vel hafa verið nýtt í íslenskum skólum en ákvað að skella því hér inn og deila með ykkur ef einhver gæti nýtt sér það.

Þetta snerist um það að krakkarnir kjósa sér "skólafélaga mánaðarins". Sá sem vinnur fær viðurkenningarskjal og mynd af sér upp á töflu skólans. Þau rökstyðja hvers vegna þau velja þann sem þau kjósa sér. Skólafélagi mánaðarins er sá sem hefur verið góður við aðra og verið góður félagi í skólanum. Þetta verkefni er hugsað til þess að draga fram það góða í börnunum því öll börn vilja jú standa sig vel og sækjast eftir slíkri viðurkenningu held ég.

Einelti er hræðilegt og flest held ég að við þekkjum einhverja hlið þess. Sjálf þekki ég nokkrar hliðar þess. Bæði að lenda í því sjálf og einnig að standa nærri manneskjum sem hafa lent í slíku eða eru að lenda í slíku. Það er því sérstakt áhugasvið mitt að finna allar mögulegar leiðir til þess að draga úr þessari böl sem markar djúp sár til lífstíðar fyrir alla aðila.

Þetta gæti verið ein af mörgum leiðum til að hafa jákvæð áhrif á starf skólanna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband