Þetta er óvænt...

Vægast sagt.

Nú hlýtur að hrikta í Valhöll.

En ég ætla að gera það sem ég hélt ég myndi ekki gera á næstunni. Ég ætla að hrósa sjálfstæðismönnum fyrir þetta. Margt af því sem þeir eru að vinna þarna er í anda þess sem ég hef haldið fram og viljað sjá alla flokka gera. Fara yfir hvað gerðist hafið yfir sjálfmiðun þá sem einkennir oft stjórnmálin. Mér finnst það líka hróss vert og til eftirbreytni að hafa þetta á opinni vefsíðu og svara þannig háværu kalli um gagnsæi. Þetta hlýtur að vera ansi stórt skref fyrir sjallana... Grasrótin hefur loks sprottið upp yfir bláu höndina sem haft hefur heljartök á öllu og öllum innan sinna vébanda.

Ég myndi vilja sjá alla flokka taka þennan slag og það er nú ekki í fyrsta skipti sem ég segi það...

Allir flokkar eiga að geta hafið sig yfir að verja eigin mistök og eigið fólk ef þeir raunverulega vilja hag landsmanna sem mestan því geti þeir ekki viðurkennt mistök og beðist afsökunar þá komast þeir ekki upp úr þeirri sandgryfju sem þeir sitja fastir í.

Það er ekki lengur um "business as usual" að ræða í íslenskum stjórnmálum. Hér þarf ekki aðeins að gefa upp á nýtt. Það þarf nýtt spil og nýja leikmenn. Allir þeir sem setið hafa að stjórn landsins og í embættum þess þurfa verulega að hugleiða sitt framlag, sína ábyrgð og afleiðingar á gagnrýninn hátt (bæði fyrir og eftir hrunið). Allir flokkar þurfa að fara í róttæka rýni til dæmis um áhrif smæðar þjóðfélagsins á flokkinn þar sem nokkrir menn geta haft töglin og haldirnar í öllu með fjármagnið að vopni. "Money talks" hefur svo sannarlega verið raunin í okkar litla samfélagi. 

Þessi skýrsla kemur fram á athyglisverðum tímapunkti því ég tel hana sýna það svart á hvítu að Sjálfstæðisflokkurinn þarf að minnsta kosti kjörtímabil ef ekki lengur til þess að vinna á meinum sínum og er því ekki valkostur í næstu kosningum. Hann er ekki stjórntækur að mínu mati. Það er líka alveg kominn tími til því það er ekkert náttúrulögmál að þessi flokkur sitji að stjórn landsins, að minnsta kosti hefur það náttúrulögmál leitt náttúruhamfarir yfir þjóðina undanfarin misseri. Og það þýðir ekkert að segja að allir hafi nú haft það gott lengst af þessi 18 ár...  það var mestallt tekið að láni og reikningurinn er kominn!

Ef Sjálfstæðisflokkurinn klippir sig einhvern tímann frá auðvaldinu sem hefur stýrt honum, fer í gegnum hreinsunareld og iðrun þá gæti alveg risið öflugur hægri flokkur upp úr honum á ný. Það ber að virða að á sama hátt og sum okkar verða alltaf á miðjunni þá eru aðrir sem verða alltaf til hægri og það fólk þarf að eiga sinn valkost eins og aðrir.


mbl.is „Flokkurinn þoli stór orð"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: smg

Vel orðað hjá þér og það verður að viðurkennast að allir flokkar eiga rétt á sér í lýðræðislegu samfélagi.

Nefni það nú samt til gamans að öfgaflokkar eins og t.d þjóðernis, nasista o.sfrv. eru bannaðir samkvæmt lögum. Spurning hvort sjálfstæðisflokkurinn eins og hann er núna sé á gráu svæði? :)

smg, 2.3.2009 kl. 11:20

2 identicon

Thessi flokkur hefur eitt markmid....einungis eitt markmid:

Ad vernda og auka aud theirra ríku.

Ég endurtek:  VERNDA OG AUKA AUD THEIRRA RÍKU.

Ég endurtek aftur:  VERNDA OG AUKA AUD THEIRRA RÍKU.

Allt kjaftaedi um ad selja áfengi í matvöruverslunum, frjálst útvarp og th.h. er bara leikrit.  Leikrit sem kostar thá ríku ekki neitt.

Hvenaer hefur sjálfstaedisflokkurinn haft félagslegar umbaetur á sinni stefnuskrá?  ALDREI.

John Smith (IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 13:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband