Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Próf

Kæru félagar,

ég mun ekki setja mikið inn á þetta blogg á næstunni þar sem ég er í prófum næstu vikurnar. Set kannski eitthvað inn svona ef andinn kemur yfir mig eða ég sé einhverja spennandi frétt en að mestu verður um smá blogghlé að ræða núna.

Farið vel með ykkur í vorinu Smile.


Hvatning og jákvæðni vs. niðurrif og neikvæðni

Þegar maður er með bloggsíðu þá tekur maður vissa áhættu því maður opinberar að vissu leyti hugsanagang sinn. Það segir sig sjálft að sumir eru sammála manni en aðrir ósammála. Sem betur fer erum við ekki öll eins því þá myndum við ekki ná langt!

Það sem er hins vegar tilefni þessa pistils er munur á fólki og hvernig það bregst við svona pistlum.

Sumir leyfa sér að skrifa ómaklegar niðurrifs athugasemdir sem þjóna í raun engum tilgangi því ekki eru þær til þess fallnar að hvetja mig áfram og ekki eru þær viðkomandi til sóma (allra síst ef fólk skráir þær undir dulnefnum eða fölskum nöfnum). Aðrir koma með athugasemdir sem eru hvetjandi og jákvæðar. Slíkar athugasemdir hvetja mann áfram og gleðja mann og þannig leggur maður sig enn meira fram við að gefa af sér og koma með sína innsýn á málin.

Ég tel að það mætti vera meira af jákvæðni og hvatningu í okkar samfélagi því með einu hrósi getum við fleytt hvert öðru svo miklu lengra og virkjað ómælda orku. Neikvæðni og niðurrif er einungis til þess fallið að draga orku úr fólki sem vill vel og vill hafa jákvæð áhrif á samfélagið. Hver græðir á því? Sá sem sendir slíkt frá sér lifir í villu ef hann heldur að slíkt muni hafa jákvæð áhrif fyrir hann því eins og sagt er: "What you give is what you get". Ég tel svo sannarlega að það sem við gefum af okkur, gott eða slæmt, það skili sér tilbaka.

Hins vegar hafa allir þörf fyrir rýni til gagns þeas. jákvæða og uppbyggilega gagnrýni því sá sem fær aldrei slíkt hann lifir ekki í raunveruleikanum. Þetta snýst allt um það hvernig maður lætur hlutina frá sér.

Hvað mig varðar þá nægir eitt fallegt hrós til þess að eyða út tíu ómaklegum og leiðinlegum athugasemdum en á móti fagna ég allri uppbyggilegri gagnrýni sem bendir mér á hvar ég geti bætt mig og gert betur.

Ég óska þess að stjórnmálin og samfélagið almennt fari í átak hvað þetta varðar því við höfum svo sannarlega nóg að gera við þann mannauð og þá "mannorku" sem við eigum yfir að búa. Við höfum ekki efni á því að draga úr henni með því að vera að glefsa í hvert annað. Það kemur engum áfram og þjónar því engum tilgangi. Í stjórnmálum t.d. er sorglegt þegar öll umræðan fer að snúast um hvað hinir stjórnmálamennirnir eða flokkar séu lélegir. Gerir það mann sjálfan eitthvað betri?

Ef þig langar að hrósa en gleymir því alltaf þá er hér gott ráð sem vinkona mín kenndi mér:

Settu nokkrar litlar pappírskúlur í vasann öðrum megin á buxunum eða peysunni. Þegar þú hefur hrósað einhverjum þá færirðu kúluna yfir í hinn vasann. Í lok dagsins ættu allar kúlurnar að hafa færst yfir. Þú getur sjálfur ráðið hversu margar þú vilt hafa í umferð Smile. Þegar maður hrósar einhverjum þá er mikilvægt að það sé einlægt og raunverulegt. Ekki segja "æðisleg peysa" ef þér finnst hún í raun hörmuleg... Það er líka alltaf gott að segja nákvæmlega hvað það er sem þú ert að hrósa fyrir eins og "mikið rosalega var skýrslan þín vel skrifuð". Ekki bara "þú stendur þig vel" (í hverju stend ég mig vel???). Svo er um að gera að hrósa fólki í mannmergð eða hópi því þá magnast hrósið upp ef það er viðeigandi en gefa fólki gagnrýni (rýni til gagns) í einrúmi.


Mikilvæg skref í átt að betra skattaumhverfi

Þessi vinna eru mikilvæg skref í átt að upplýstara skattasamfélagi.

Það er löngu ljóst að skattamál hafa verið ansi sérstök á Íslandi (og eflaust annars staðar líka) þar sem það þarf ekki annað en fletta Frjálsri verslun til þess að sjá hversu undarlegar tekjur sumir einstaklingar hafa í samræmi við þann lífsstíl sem viðkomandi lifir. Trúir einhver því að manneskja sem á stórfyrirtæki sé á láglaunataxta??? Sami aðili og keyrir kannski um á Range Rover og býr í einbýlishúsi? Þyrfti kannski öll mánaðarlaunin einungis til að greiða fyrir skóna sem viðkomandi mætir í á gala sýningu.

Þetta gengur ekki lengur! Það er ekki hægt að láta það viðgangast að venjulegt fjölskyldufólk séu breiðu bökin í samfélaginu á meðan þeir sem mest hafa leggja alltof lítið til sameiginlegra sjóða okkar. Ég persónulega skil ekki hvernig er hægt að vera milljarðamæringur og lifa samt að einhverju leyti á framlagi annarra íbúa samfélagsins! Sem leiðir til þess að minna verður til skiptanna fyrir þá sem raunverulega þurfa á þessum stuðningi að halda.

Fólk sem t.d. einungis greiðir fjármagstekjuskatt og hefur framfærslu af fjármálaumsvifum greiðir einungis 10% skatt á meðan aðrir greiða tæplega 40%. Er það sanngjarnt? Ætti fólk ekki að reikna sér laun og greiða tekjuskatt af þeim? Ég er reyndar ekki  sérfræðingur í skattamálum og gæti því hæglega verið að fara með rangt mál að einhverju leyti hér en mér hefur löngum fundist skattaumhverfi okkar Íslendinga vera hálfgert áramótaskaup... Það hefur nánast verið þjóðaríþrótt að vinna á svörtu og stinga undan skatti. Það er eins og hafi vantað í okkur þá samfélagslegu hugsun sem ég finn t.d. svo sterka hér í Danmörku. Að saman komumst við lengra og að við berum ábyrgð á því að öllum farnist sem best.

Ég vona að þessi rannsókn verði hlekkur í þeirri keðju að ná tilbaka einhverju af því gríðarlega fjármagni sem horfið er úr landi!

Það verður virkilega áhugavert að fylgjast með hvernig þessi mál þróast heima!


mbl.is Rannsaka félög í skattaskjólum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjörnuspá dagsins

NautNaut: Þær aðstæður koma upp að þú neyðist til þess að segja hvar í flokki þú stendur. Slíkt hefur hressandi áhrif og hjálpar þér að ná takmarki þínu.

(tekið af www.mbl.is í dag)

Það er nefnilega það! Lesendur síðunnar þurfa ekki að spyrja sig hvar í flokki ég stend.

Ég er Framsóknarkona í Framsókn Smile.


Fallegur boðskapur

Fallegur boðskapur í þessum línum sem eru frá konu til kvenna en eiga ekkert síður við um karlmenn í mörgum tilfellum.

honor of women's history month and in memory of Erma Bombeck who lost her fight with cancer. Here
is an 'angel' sent to watch over you..


IF I HAD MY LIFE
TO LIVE OVER - by Erma Bombeck

(written after she found out she was dying from cancer).

I would have gone to bed when I was sick instead of pretending the earth would go into a holding pattern if I weren't there for the day.

I would have burned the pink candle sculpted like a rose before it melted in storage.

I would have talked less and listened more.

I would have invited friends over to dinner even if the carpet was stained, or the sofa faded.

I would have eaten the popcorn in the 'good' living room and worried much less about the dirt when someone wanted to light a fire in the fireplace.

I would have taken the time to listen to my grandfather ramble about his youth.

I would have shared more of the responsibility carried by my husband.

I would never have insisted the car windows be rolled up on a summer day because my hair had just been teased and sprayed.

I would have sat on the lawn with my grass stains.

I would have cried and laughed less while watching television and more while watching life.

I would never have bought anything just because it was practical, wouldn't show soil, or was guaranteed to last a lifetime.

Instead of wishing away nine months of pregnancy, I'd have cherished every moment and realized that the wonderment growing inside me was the only chance in life to assist God in a miracle.

When my kids kissed me impetuously, I would never have said, 'Later.. Now go get washed up for dinner.' There would have been more 'I love you's'... More 'I'm sorry's.'

But mostly, given another shot at life, I would seize every minute...look at it and really see it . . live it and never give it back. STOP SWEATING THE SMALL STUFF!!!

Don't worry about who doesn't like you, who has more, or who's doing what.
Instead, let's cherish the relationships we have with those who do love us.

If you don't mind, send this on to all the women you are grateful to have as friends. Maybe we should all grab that purple hat earlier. Please send this to phenomenal women today in celebration of Beautiful Women's Month. If you do, something good will
happen--you will boost another woman's self esteem.


Vor í lofti hjá Framsókn

Kjördagur er liðinn. Sögulegar kosningar eru að baki. Kosningar sem við Framsóknarfólk komum til leiðar eftir mikla undiröldu í samfélaginu.

Það er vor í lofti og gleði í hjörtum Framsóknarfólks í dag. Eftir erfiðan vetur er farið að vora hjá okkur og sumarið er framundan. Loksins rættist sá draumur að sjá flokkinn minn þar sem ég þekki hann m.a. af kynnum mínum og trú á grasrót hans og vil ég sjá hann vaxa og dafna :).

Ný Framsókn er svo sannarlega orðin að veruleika og er einungis upphafið að því sem koma skal.

Flokkurinn hefur farið í gegnum róttæka endurnýjun, hefur endurraðað í sveitir sínar með glæsilegum hætti og gengur nú í góðum takti. Forystan er forysta grasrótarinnar og hjörtu okkar slá í takt. Það mun verða lykillinn að þeim góða árangri sem flokkurinn mun ná næstu misseri. Við höfum gott fólk, gífurlega sterka málefnastöðu og góða stemmingu!

Við viljum berjast fyrir breytingum svo við getum lagt okkar lóð á vogarskálarnar að betri tíð framundan hjá íslensku þjóðinni. Allar okkar tillögur og starf hafa miðað að því markmiði.

Ég tel kosningarnar í gær hafa verið ákaflega mikilvægar fyrir þjóðina. Mikilvægar til þess að komast aftur á heillavænlegri braut til farsæls samfélags. Sú stefna einstaklingshyggju og ný-frjálshyggju sem fest hefur fætur síðustu ár með hressilegu græðgis- og spillingarívafi var þjóðinni til mikilla óheilla og hana þarf að leiðrétta.

Hófsöm samvinnustefna, gömul gildi og hinn gullni meðalvegur er það sem er íslenskri þjóð til farsældar. Með samstilltu afli getum við haft áhrif á þjóðfélag okkar með dýrmætan lærdóm liðinna missera til leiðsagnar.

En það sem ekki má gleymast er að hvert og eitt okkar er mikilvægasta breytingaraflið. Stjórnmálaflokkar breyta ekki hverju og einu okkar eða leysa öll okkar vandamál. Eins og sagt er þá þarft þú að vera sú breyting sem þú vilt sjá í öðrum! Þannig breytum við heiminum. Ef við viljum öflugt Ísland og betra samfélag þá þurfum við hvert og eitt að horfa inn á við og kanna hvernig við getum lagt okkar vigt á lóðarskálarnar til þess að byggja upp fyrirmyndarsamfélag þar sem hvert og eitt okkar nýtur sín til fulls. Þannig beislum við íslensku orkuna sem býr í þjóðinni sjálfri. Við erum dýrmætasta auðlindin og hvert og eitt okkar er mikilvægur hlekkur að betra Íslandi.

Ég vona svo innilega að allir hafi það í huga í þeim erfiðu verkefnum sem framundan eru að það sem skiptir mestu máli er að ná sátt og ná að beisla íslensku orkuna í rétta átt þannig að þjóðin gangi í takt og byggi sér saman upp fyrirmyndarsamfélag.

Til hamingju með daginn kæru vinir, mikið verður gaman að koma af fullum krafti inn í Framsóknarvorið og horfa til þess sumars sem senn mun koma hjá flokknum okkar.

Sumarið er tíminn... þegar hjartað verður grænt Smile.


mbl.is Nýtt Alþingi Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju með daginn :)

Kæru Íslendingar!

Til hamingju með daginn.

Nú er runninn upp sá langþráði dagur að Íslendingar fá tækifæri til þess að velja sér nýja leiðtoga til þess að leiða þá miklu vinnu sem býður okkar sem þjóðar. Gera þarf upp fortíðina með sanngjörnum hætti, takast þarf á við alvarleg vandamál með bráðaaðgerðum og nýta þarf það einstaka tækifæri sem nú gefst til þess að marka stefnu til framtíðar og byggja upp betra samfélag á rústum hins gamla.

Þetta eru sögulegar kosningar í alla staði og ég held að við sem þjóð séum ríkari í dag en í gær... Þrátt fyrir að vera í miklum fjárhagslegum vandræðum þá held ég að lærdómur sá sem við öðlumst af þeim erfiðleikum sem við nú tökumst á við muni verða okkur afar dýmætur um ókomna tíð. Margt af því sem var orðið okkur sjálfgefið er það ekki lengur og því erum við sem þjóð ríkari af erfiðri reynslu og getum saman byggt upp betra samfélag en nokkru sinni fyrr. Samfélag sem rúmar okkur öll og samfélag sem veitir öllum jarðveg til að blómstra.

Mig langar að nota tækifærið og þakka vinum mínum í Framsókn fyrir málefnalega, jákvæða og heiðarlega kosningabaráttu. Það hefur verið ánægjulegt að fylgjast með þeim krafti sem flokkurinn okkar býr yfir um þessar mundir og gleði þeirri sem við endurheimtum í janúar síðastliðnum. Okkar barátta er rétt að byrja við að byggja flokkinn okkar upp að nýju. Við erum breytingaraflið sem þjóðin þurfti á að halda og mun þurfa á að halda næstu misseri. Ég veit að vinnan mun skila sér núna og í nákominni framtíð og ég hlakka til að vera með í því starfi.

Áfram Framsókn og áfram Íslendingar!

 


mbl.is Kjörfundur hafinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aðgengi fyrir alla kjósendur

Vísir, 24. apr. 2009 06:00

Aðgengi fyrir alla kjósendur

mynd

Kristbjörg Þórisdóttir skrifar:

Íslendingar ganga að kosningaborðinu næstkomandi laugardag til þess að taka þátt í mikilvægustu kosningum lýðveldistímans. Aldrei hefur verið eins mikilvægt að taka þátt og kynna sér vel fólkið og málefnin sem um er að velja.

Kjósendur hafa ýmsar leiðir til þess að afla sér upplýsinga. Meðal annarra eru þær leiðir að skoða heimasíður flokkanna og fá sér kaffisopa á kosningaskrifstofum til að kynna sér stefnuskrár og hitta fólk.

Í þeim hörmungum sem yfir okkur hafa dunið skapast ný tækifæri. Tækifæri til þess að hugsa út fyrir rammann og byggja upp nýtt og betra samfélag reist á rústum þess fyrra. Það er af mörgu að taka og öll getum við dregið drjúgan lærdóm af fyrri misserum. Eitt af því sem ætti að vera grundvallarforsenda á Nýju Íslandi er að í jafn fámennu en ríku landi af auðlindum eiga allir að geta haft það gott og allir eiga rétt á þeim jarðvegi sem þarf til að blómstra í samfélaginu.

Það skýtur því skökku við að stjórnmálaflokkarnir sem starfa í umboði allrar þjóðarinnar skuli ekki huga að því að hafa heimasíður sínar þannig úr garði gerðar að fólk með skerðingar geti með betra móti nýtt sér þær. Það er ekki flókið mál að hanna heimasíður á þann hátt að sem flestir geti vafrað um þær. Ein leið til þess er stilling sem kallast „mínar stillingar" þar sem notandi síðunnar getur stillt hana eftir sínum þörfum, t.d. breytt lit á bakgrunni og stækkað letur óendanlega mikið. Þessi hamur síðunnar vistast svo þannig að ekki þarf að stilla upp á nýtt í næsta skipti sem farið er inn á hana. Hér á landi er starfrækt fyrirtæki sem heitir Sjá.is sem sérhæfir sig í því að meta aðgengi heimasíðna og veita þeim vottun. Fyrirtækið veitir ráðgjöf um hvað þarf að bæta til þess að síðan verði aðgengilegri. Tekið er mið af ólíkum þörfum fólks, til dæmis þeirra sem nota lesvélar, eru með hreyfihömlun, lesblindu eða annað. Að auki verða síðurnar notendavænni fyrir alla aðila fyrir vikið. Við lauslega úttekt greinahöfundar kom í ljós að aðeins einn stjórnmálaflokkur er með „mínar stillingar" á heimasíðu sinni en það er síða Framsóknar.

Á sama hátt er það merkilegt að skrifstofur stjórnmálaflokka og kosningaskrifstofur skuli margar vera óaðgengilegar. Ekki er mikið mál að huga að þessum málum strax í upphafi þannig að alltaf séu lyftur fyrir hendi, breiðar hurðar, dyrapumpur, skrifstofan helst á fyrstu hæð, rampar og annað sem þarf til að tryggja aðgengi. Af könnun sem kynnt var í fréttum nýlega kom fram að Sjálfstæðisflokkur var sá flokkur sem kom best út varðandi manngert aðgengi. Á flestum stöðum var þó ýmsu ábótavant hjá öllum flokkum.

Hvernig ætlar stjórnmálaflokkur að fá atkvæði kjósanda sem hvorki getur lesið heimasíðuna né kíkt í kosningakaffi? Er ekki slíkur flokkur að senda þau skilaboð að hann hafi ekki alla í huga þegar hann skipuleggur umhverfi sitt og starf án þess að huga að aðgengi allra? Munu fulltrúar hans þá hafa alla í huga þegar þeir starfa í þágu þjóðarinnar á Alþingi?

Höfundur er nemi, flokksbundin Framsóknarkona og áhugamanneskja um samfélag fyrir alla.


mbl.is Stjórnin heldur enn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærsla Sigmundar

Hvet fólk til þess að lesa bloggfærslu Sigmundar sem er á þessari slóð:

http://sigmundurdavid.eyjan.is/


mbl.is Sigmundur Davíð spáir öðru hruni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mikilvæg skilaboð til þín!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband