Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Föstudagur, 8. apríl 2011
Efnahagshrunið og áhrif þess á konur á vinnumarkaði
Yfirskrift fundarins er: "Efnahagshrunið og áhrif þess á konur á vinnumarkaði".
Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, mun halda ca. 15 - 20 mínútna fyrirlestur um áhrif efnahagshrunsins á konur á vinnumarkaði.
Hlökkum til að sjá sem flesta :)
Miðvikudagur, 6. apríl 2011
Nei við Icesave! Hvers vegna?
Það hafa nokkrir komið að máli við mig og spurt mig hvers vegna ég ætli að segja nei við Icesave.
Mín helstu rök eru þessi:
Ég vil ekki samþykkja það að skuldum einkafyrirtækis sé velt yfir á almenning.
Ég tel að slík aðgerð skapi alvarlegt fordæmi fyrir almenning annarra landa sem geta þá einnig átt von á því að skuldum einkarekinna fjármálafyrirtækja verði velt yfir á skattgreiðendur.
Ég tel það ekki líklegt að slíkar aðgerðir auki ábyrga hegðun fjármálafyrirtækja en gríðarleg þörf er á því.
Ég vil ekki greiða skuld sem ég ber ekki ábyrgð á að hafa stofnað til, notið gróða af og alls ekki án lagastoðar eða siðferðilegrar skyldu.
Ég tel í vissum tilfellum geta verið skynsamlegt að semja.
Í þessu tiltekna tilfelli tel ég samninginn fela í sér allt of mikla áhættu m.a. vegna gengissveiflna og óljósrar endurheimtu úr þrotabúi Landsbankans. Í mínum huga er þetta nánast eins og að skrifa undir óútfylltan tékka og það vil ég ekki bjóða núlifandi eða komandi kynslóðum upp á.
Ég tel samninginn einnig vera óréttlátan þar sem öll áhættan falli á Íslendinga en eins og flestir vita þá eru þessi skuld tilkomin vegna gallaðs regluverks í Evrópu. Eðlilegra hefði verið að áhættan dreifðist jafnt á þessar þrjár þjóðir.
Íslenska ríkið er nú þegar ofurskuldsett og við getum ekki bætt á okkur skuld sem okkur ber ekki lagaleg skylda til þess að greiða jafnvel þó við vildum það.
Ég sé ekki hvar á að taka þá 27 milljarða sem greiða ætti strax eftir helgi verði samningurinn samþykktur. Ég tel íslenskt samfélag, velferðarkerfið og grunnstoðir okkar nú þegar vera komnar að þolmörkum og það er ekkert svigrúm eftir fyrir skattahækkanir eða niðurskurð án þess að vandi okkar vaxi verulega.
Ég hef ekki sannfæringu fyrir því að lausn Icesave sé lykillinn að erlendu fjármagni. Í fyrsta lagi þá hafa stór fyrirtæki verið að fá lán óháð Icesave lausn og í öðru lagi þá myndi ég sjálf ekkert verða spennt fyrir því að lána einstaklingi sem er búinn að drekkja sér í skuldum sem hann getur aldrei greitt og greiðir án lagastoðar.
Ég get ekki tekið mark á þeim stjórnmálamönnum sem héldu langar innblásnar ræður um Icesave I, Icesave II og Icesave III þar sem í öllum tilfellum þeir töldu að nú yrði ekki lengra komist, þjóðin yrði að samþykkja til þess að koma í veg fyrir alls kyns hörmungar. Þeir höfðu rangt fyrir sér og ég vil ekki einu sinni hugsa þá hugsun til enda hvar við værum stödd ef við værum með upphaflegan samning í höndunum sem fara átti hljóðalaust í gegnum þingið sem fól í sér drápsklyfjar fyrir íslenskan almenning.
Ég fyllist tortryggni þegar ég sé heilsíðuauglýsingar í öllum dagblöðum landsins sem kosta milljónir marga daga í röð frá hópi sem vill fá samninginn stimplaðan og að þjóðin taki reikninginn. Hver borgar þessar auglýsingar og hvaða hagsmuna eiga viðkomandi aðilar að gæta?
Sá gegndarlausi áróður sem viðgengist hefur fyrir því að greiða þessa skuld án dóms og laga allt frá Icesave I er einungis til þess fallinn að velta því fyrir sér hvað hangi á spýtunni.
Ég vil ekki horfast í augu við litlu frænku mína sem fæddist daginn sem Eyjafjallajökull fór að gjósa og fagnar því eins árs afmæli sínu á næstu dögum og hugsa til þess að hún muni taka þátt í því að greiða síðustu greiðsluna fyrir óráðsíumenn árið sem hún verður 36 ára. Ég vil geta sagt við hana þegar ég verð sjálf orðin 68 ára og komin á ellilífeyri og síðasta greiðslan verður mögulega greidd af Icesave að ég hafi haft kjark, dug og þor til þess að láta ekki stórþjóðirnar Breta og Hollendinga kúga fámenna íslenska þjóð til þess að borga skuld sem almenningur stofnaði ekki til án dóms og laga.
Ég vil ekki taka þátt í því að ofurskuldsetja íslenska þjóð svo mikið að auðlindirnar okkar verði seldar á brunaútsölu.
Mér þykir leitt að fólk erlendis hafi tapað á Icesave en horfi til þess að vextirnir sem voru á Icesave voru jólasveinavextir og fyrir þenkjandi fólk þá hlýtur það að átta sig á því að ætli maður sér að græða vel getur maður líka tapað miklu.
Ég vil ekki taka þátt í því að "kaupa okkur frá vandanum, kaupa okkur frið, eða vinsældir". Ég myndi ekki ráðleggja barninu mínu sem væri kúgað að láta þann sem kúgaði það fá vasapeninginn til þess að þagga niður í viðkomandi, myndi ekki ráðleggja barninu að kaupa sér vinsældir eða frið. Það er siðferðilega röng hugsun.
Þetta eru meðal þeirra raka og hugsana sem hafa leitt mig að því að segja Nei í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave. Ég virði það að aðrir vel hugsandi einstaklingar geta komist að þveröfugri niðurstöðu í þessu máli. Málið er einstakt, flókið og hlaðið óvissu sama hvernig við munum kjósa.
Það sem ég geng út frá er að fara í gegnum rökin með og á móti en síðast en ekki síst að hlusta á mitt eigið hjarta, réttlætiskennd mína og hvað ég telji vera rétt að gera í stöðunni þegar ég legg allt þetta saman.
Ég óska íslenskri þjóð farsældar og veit að saman getum við farið inn í bjarta framtíð því tækifærin eru vissulega óþrjótandi þó við förum um dimman Ísbjargardal núna.
Margir hafa kosið um Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 15.2.2012 kl. 17:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 5. apríl 2011
I save
Ég er búin að ætla að skrifa pistil undanfarið um heilsíðuauglýsingarnar sem birtast núna dag eftir dag frá Áfram hópnum um Icesave.
Einhver á fúlgur fjár og er tilbúinn að kosta miklu til í það að sannfæra íslensku þjóðina um það að taka á sig skuldir einkafyrirtækis. Einhver getur auglýst fyrir fleiri milljónir á dag, dag eftir dag í þessum tilgangi. Í mínum huga er það að slíkur áróður geti viðgengist án þess að nokkuð þurfi að gefa upp ekki síðri ókind en margt annað. Þetta þarf að lagfæra í lögum um þjóðaratkvæðagreiðslur. Þetta sýnir okkur kannski líka hvað við erum nú nýlega farin að feta okkur á hálli braut lýðræðis og betri vinnubragða.
En Icesave er ekki lífið sjálft þó það skipti miklu máli.
Það er nefnilega frekar auðvelt að týna sjálfum sér í eilífri baráttu um dagsins argaþras. Af nógu er að taka. Og oft getur það verið bara ágætis leið að gerast baráttumanneskjan mikla til þess að geta flúið sjálfan sig. Það er miklu auðveldara að þeysa um víðan völl og ætla að bjarga heiminum fyrir alla aðra. Þá þarf maður ekki að hugleiða hvað maður sjálfur vill fá út úr þessum heimi og hvaða kröfur maður eigi rétt á að gera fyrir sjálfan sig. Tómarúmið í hjartanu má fylla með því að uppfylla þarfir annarra og óttann við eigin bardaga má yfirstíga með því að berjast bara við aðra og fyrir aðra.
Ætli stærsti bardagi lífsins sé samt ekki sá sem maður heyjar við sjálfan sig?
Það er þekkt í sögunni að fólk hefur farið allt, gert allt, náð á hæsta tind velgengni bara til þess að uppfylla eitthvað tómarúm sem liggur dýpst inni í eigin kjarna. Manneskja getur verið orðin forstjóri stórfyrirtækis og ekki enn upplifað fullnægju af því að öll vinnan snerist kannski um að uppfylla þrár og langanir úr löngu liðinni æsku. Sanna sig og öðlast viðurkenninguna sem aldrei kom.
Stundum erum við ennþá bara litla barnið sem vantaði meiri ást og athygli eða uppreisnargjarni unglingurinn. Þó við séum orðin fullorðin og búin að sigra heiminn en ekki okkur sjálf.
Sú ókind sem liggur þarna undir niðri í djúpinu er fyrir okkur sjálf sennilega ekki annað en ókindin sem fylgir Icesave. Ekkert annað en okkar eigin hugarburður. Tákn um óttann sem við þurfum að yfirstíga og bardagann sem við þurfum að heyja til þess að standa með okkur sjálfum fyrir okkur sjálf. Lausnin er ekki að láta ókindina stýra för heldur taka slaginn við hana, yfirvinna hana og uppskera þannig þá sælu sem við sækjumst öll eftir þegar við höfum staðið með okkur sjálfum allt til enda dags.
Fimmtudagur, 31. mars 2011
Opið bréf til stjórnlagaráðsfulltrúa
Munu stjórnlagaráðsfulltrúar upplýsa með formlegum hætti um hagsmunatengsl sín?
Ég er ein þeirra sem bauð fram til stjórnlagaþings. Í aðdraganda kosninga til stjórnlagaþings óskaði ég ítrekað eftir því að frambjóðendum yrði gert skylt að upplýsa um hagsmunatengsl sín með formlegri hagsmunaskráningu, samanber þeirri sem alþingismenn fylla út og birt er á vefsíðu Alþingis. Ég bendi áhugasömum á þessa slóð: http://www.althingi.is/vefur/hagsmunaskraning_reglur.html. Í því samhengi ritaði ég meðal annars opið bréf til innanríkisráðuneytisins sem bar ábyrgð á kynningu á frambjóðendum. Viðbrögðin létu því miður á sér standa. Skortur á hagsmunaskráningu var þó aðeins einn galli á stjórnlagaþingskosningum eins og alþjóð veit. Ég tel það lykilatriði að þeir einstaklingar sem taka að sér að leggja drög að nýrri stjórnarskrá upplýsi um hagsmunatengsl sín.
Nú ítreka ég ákall mitt og spyr það ágæta fólk sem mun á næstu dögum setjast í stjórnlagaráð hvort það muni upplýsa um hagsmunatengsl sín með formlegri hagsmunaskráningu? Þannig geta þessir fulltrúar sýnt í verki þau vinnubrögð sem kallað hefur verið eftir, m.a. um aukið gagnsæi.
Verkefni sem á sér enga hliðstæðu
Stjórnlagaráðsfulltrúar eru einstaklingar sem boðið hafa fram krafta sína til þess að taka þátt í sögulegri endurskoðun nýrrar stjórnarskrár lýðveldisins Íslands. Ekki aðeins endurskoðun heldur er þetta í fyrsta skipti sem íslenska þjóðin sem lýðveldi setur sína eigin stjórnarskrá. Verkefnið á sér því enga hliðstæðu. Ábyrgð þeirra er gríðarlega mikil og snýst um að leggja drög að sáttmála fyrir okkur öll um það hvernig samfélag við viljum byggja hér.
Verkefni sem þarf að vanda til
Hluta þeirra orsaka sem ollu því að hérlendis hrundi efnahagskerfið má rekja til kunningjasamfélagsins, ógagnsæis, ófaglegra vinnubragða og skorts á formfestu. Þetta kemur meðal annars fram í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Til þess að stjórnlagaráð og fulltrúar þess njóti þess trausts sem nauðsynlegt er til þess að árangur náist tel ég grundvallaratriði að slík hagsmunaskráning fari fram og verði gerð aðgengileg almenningi.
Drög að nýrri stjórnarskrá send í dóm þjóðarinnar áður en þingið fær þau til meðferðar
Ég er ein þeirra sem hef efasemdir um trúverðugleika stjórnlagaráðs í ljósi þess hvernig til þess var stofnað. Þetta er engu að síður niðurstaðan og ég tel mikilvægt að spila sem best úr þeirri stöðu sem raunin er. Góð og vönduð stjórnarskrá er takmarkið þó ég hefði viljað sjá aðra leið farna að því markmiði. Hagsmunaskráning er ein leið til þess að auka trúverðuleika þeirra sem sitja í stjórnlagaráði. Einnig tel ég grundvallaratriði að þau drög sem stjórnlagaráð leggur fram verði send í dóm þjóðarinnar þar sem kosið verði um einstaka kafla og/eða greinar áður en Alþingi fær þau til afgreiðslu. Stjórnlagaráð verður dæmt af verkum sínum og ég vona að þrátt fyrir þessa brösugu byrjun komi góð og vönduð stjórnarskrá sem leggur grunninn að betra samfélagi á Íslandi. Þá ætti við stjórnlagaþing eins og oft er sagt að fall sé fararheill". Að lokum óska ég stjórnlagaráðsfulltrúum til hamingju með tilnefninguna ásamt því að óska þeim farsældar í þeirri miklu og mikilvægu vinnu sem framundan er fyrir íslenska þjóð.
Kristbjörg Þórisdóttir
varaformaður Landssambands framsóknarkvenna
(sent fjölmiðlum 29.3.2011)
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 30. mars 2011
Varst þú búin/búinn að sjá þetta?
Mánudagur, 28. mars 2011
Samvinna er bara fyrir bjána?
Af hverju erum við svona eins og við erum?
Af hverju eyðum við ómældri orku í deilur, tortryggni, misskilning og til einskis? Við gætum knúið heila hugarorkuvirkjun fyrir þá orku sem fer til spillis við slíka iðju. Hvernig væri að nota hana í samvinnu og uppbyggingu í staðinn?
Hvers vegna getum við ekki bara fundið út hvert er okkar sameiginlega markmið og stefnt í sameiningu á það? Þetta á við í einkalífinu, pólitíkinni, á vinnustöðum og hvar sem fólk er að finna. Hvernig getum við fundið út hvað það er sem sameinar okkur? Af hverju þurfum við að eyða dýrmætri orku í það að berjast hvert við annað og reyna þannig að fullnægja einhverjum lægri markmiðum sem veldur því að við komumst ekki á áfangastað með æðri markmiðin.
Við misskiljum, mistúlkum, oftúlkum, vantreystum, tortryggjum og flækjum lífið alveg út í hið óendanlega. Við hneykslumst á einhverri manneskju og ræðum hana ítrekað við þriðja aðila en okkur dettur seint í hug að ræða málin bara beint við þann sem um var rætt. Þá gæti viðkomandi þó fengið tækifæri til þess að græða rýni til gagns og við yrðum margs vísari.
Við vitum að með samráði og samvinnu er hægt að brúa allt sé fólk tilbúið að hlusta á hvort annað, tjá sig hreinskilnislega og bera virðingu fyrir ólikum skoðunum.
Við vitum að með samvinnu er hægt að kljúfa hið ókleifa.
Hvers vegna situr þjóðin uppi með glataðar góðar hugmyndir eða lausnir sem aldrei fengu flugið af því þær komu ekki úr réttri átt? Þær voru eins og dúfan sem skotin var niður áður en hún náði að koma skilaboðunum á framfæri. Hvernig er hægt að sætta sig við það að öll sú hugarorka sem við búum yfir sé ekki nýtt vegna þess að eitthvað kemur ekki úr réttri átt. Gott dæmi um slíkt slys er hugmynd um skuldaleiðréttingu sem var skotin á færi áður en hún var sett á borðið og skoðuð sem raunhæf lausn. Ég er þess fullviss að staða okkar væri betri í dag hefði sú hugmynd fengið flug. Svona vinnubrögð mega ekki endurtaka sig. Við höfum ekki efni á öðru en vinna saman og vera saman í þeim leiðangri að komast út úr hremmingunum með öllum þeim bestu leiðum sem færar eru. Við höfum ekki efni á því að dæma góðar hugmyndir útaf borðinu af því þær koma ekki úr réttum flokki eða frá réttu fólki. þetta snýst ekki um að ávinna sér völd eða slá pólitískar keilur með bestu hugmyndinni heldur um það að koma samfélaginu á flot.
Samvinna er því ekki bara fyrir bjána. Hún er lykillinn að endurreisn Íslands og betra lífi fyrir hvert og eitt okkar.
Verum samferða að nýju og betra Íslandi!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fimmtudagur, 24. mars 2011
Baráttukveðjur frá Michael Hudson, Portúgal og Hawaii
Hópur Íslendinga sendi Herman Van Rompuy, forseta ESB, bréf með spurningum varðandi Icesave sl. föstudag. Í kjölfarið voru fréttatilkynningar sendar á innlenda og erlenda fjölmiðla ásamt bréfinu. Hér heima voru það Morgunblaðið og Svipan sem birtu það (sjá hér og hér) og Smugan fjallaði um það líka (sjá hér) Nokkrir þeirra sem settu nöfn sín undir það birtu bréfið á bloggsvæðum sínum í upphafi vikunnar.
Eins og er höfum við rekist á bréfið á þremur erlendum miðlum. Þ.e. Irish Left Review, á síðu Max Keiser's og bloggi Dave Harrisson's. Þetta eru þó ekki einu viðbrögðin sem bréfið hefur fengið. Sendandi bréfsins hefur verið að fá svör og viðbrögð við bréfinu víða að síðastliðna daga m.a. frá einum þingmanni Evrópupingsin og, Michael Hudson. Hann hefur óskað eftir leyfum þeirra til að birta það sem frá þeim hefur komið opinberlega.
Svörin sem hafa borist eru öll til vitnis um mikinn stuðning bréfritara við málstað þeirra Íslendinga sem setja sig upp á móti því að hérlendur almenningur þurfi að bera þungan af skuldum einkarekinna banka. Sumir taka það fram að þeir vænta mikils af viðspyrnu íslensku þjóðarinnar og sjá fyrir sér víðtæk og jákvæð áhrif í þeirra heimalöndum ef okkur ber gæfa til að hafna þessum samningum.
Hér fyrir neðan fara fjögur fyrstu svörin sem við birtum:
Hressileg baráttukveðja að utan frá einum lesanda bréfsins:
I agree... why should the UK & NL hold the IS people hostage, on behalf
of dodgy banksters!!
Graham Kelly CEO
Michael Hudson, hag- og sagnfræðingur, ætti að vera Íslendingum að góðu kunnur. Hann hafði þetta um bréfið að segja:
Thank you for this letter.
Actually, Iceland has the authority NOT to pay these debts. It is a basic principle of eocnomic law - and indeed, of moral society - that no economy should be forced into a situation where the public takes such great responsibility for lawbreakers that it must submit to emigration to escape debt.
There is no reason for Iceland to revert to feudalism, depopulation, emigration. The basic economic principle is that "A debt that cannot be paid under normal circumstances, should not be paid."
There also is a basic principle that creditors should take responsibility for bad loans.
So what amazes me is how Iceland is not pressing its natural rights in this case - not to speak of its legal rights, that already exist.
Evidently that requires a replacement of many current members of the Althing. I wish I could be brought there to help you.
Sincerely,
Michael Hudson
Kveðja frá Portúgal:
Hello,
Greatings from Portugal, Madeira Island.
I support your cause and I hope you can see in the attached document what portuguese politicians are doing to portuguese People in the last 10 years: they spent more that the Law of the Budget 90.000 bilion euros (between 2000 and 2009).
They call it "international crisis".
The Icelend's People mouvement is censored in Portugal.
Please give notice.
Kind regards,
Pedro Sousa
Kveðja frá Havaí:
good luck, the world is watching your bravery and standing up against the bankers
aloha from hawaii,
what iceland has done....without fighting so far is remarkable on the world scene.
iceland shows peace is possible
if the responsible parties take their responsibilities of greed and dishonesty
so NOT paying back is your best policy.
please see if max keiser or stacy herbert can give you an interview about both:
standing up and not being afraid
being peaceful in your actions
thanks for your bravery
mahalo nui loa carley
Áfram Íslendingar segjum NEI við Icesave 9. apríl og höfnum því að skuldum einkafyrirtækis sé velt yfir á almenning og komandi kynslóðir án lagastoðar eða siðferðilegrar skyldu.
Ríkisstjórn Portúgals fallin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 22. mars 2011
Questions for the ECB ahead of the Icelandic Icesave Referendum
Author: Irish Left Review of Irish Left Review
Discussion: No comments so far ↓
Possibly Related: Banking Crisis, Britain, EU, Iceland, Netherlands
A copy of the following letter has been sent by a small Icelandic group campaigning in advance of the forthcoming referendum on the terms of the Icesave deal with Britain and the Netherlands to several officials within the EU and EFTA as well as to the ministeries of Britain, Holland and Iceland to whom this case belongs. The letter has also been sent to several European newsmedia.
Reykjavik 18.03.2011
Mr Herman Van Rompuy
President of the European Council
European Council
Rue de la Loi 175
B-1048 Brussels
Belgium
Dear Mr Van Rompuy
The Icelandic banks (90%) collapsed in autumn 2008 and with the banks Landbanki's subsidiaries in London and Amsterdam (the Icesave deposits). According to the principal rule of the European Economic Area Treaty, the concept of market equality is the basis of co-operation within the European Community as stated in the Agreement on the EEA Part I: Objectives and principles, article 2, item e:
"the setting up of a system ensuring that competition is not distorted and that the rules thereon are equally respected...". (Highlighted by signatories) It is clearly stated that the principal rule of the EEU co-operation is to prevent distortion of competition".
In this light, British and Dutch authorities were obliged to ensure that Landsbanki branches in London and Amsterdam had satisfactory securities from The Depositors' and Investors' Guarantee Funds within their own borders. If that were not the case, it would have been marketing distortion.
Britain and Netherlands unilaterally decided to make the Icesave deposits a political issue instead of a legal one. On that basis, they have demanded that Icelandic taxpayers pay the Icesave deposits which under EU regulations should have been covered by British and Dutch Depositors and Investors Guarantee Funds, as is clearly stated in European Economic Area treaty.
The first reaction of the Icelandic government was that Iceland was being bullied and the Icesave dispute should be resolved in courts. Britain and Netherlands refused but prior to that the British government had taken the unprecedented action to use anti-terrorism legislation against Iceland and Landsbanki. As a consequence, Kaupthing bank operations (Singer & Friedlander) in Britain were closed down and with it fell Icelands biggest bank.
Due to these harsh actions taken by British and Dutch governments all flow of capital to and from Iceland was stopped. Iceland state finances were taken hostage by a foreign power. As a consequence, Iceland was forced to negotiate the Icesave deposits if the country was to get assistance from the International Monetary Fund. The IMF demanded that Iceland negotiated the Icesave deposits due to pressure from Britain, Holland and European Union countries.
The current Icesave agreement can cost Iceland up to half of its state budget. If the Emergency law of October 2008 will not stand up in court of laws, the Icesave deposits will amount to double state budget. The people of Iceland have found it hard to accept being forced to pay for actions made by reckless and irresponsible bankers: burdens which according to EEA-regulations actually belong to British and Dutch Depositors' and Investors' Guarantee Funds as applied to fair and equal competition within the European Economic Area.
The Icelandic nation will vote in a referendum on the latest Icesave-agreement on the 9th of April 2011. We refused to accept the last one in a referendum. We therefore feel compelled to get answers to the following questions before the referendum.
1. What is the moral value of an agreement between three parties (latest Icesave-agreement) where two parties (Britain and Holland) force the third party (Iceland) to the negotiation table when the matter should be on the table of The Depositors' and Investors' Guarantee Funds in Britain and Holland?
2. Why has Iceland not been able to defend itself in courts of law against British and Dutch claims?
3. In the light that Landsbanki had to apply to British law, why was the bank allowed to open saving accounts before it had made the necessary arrangements with the Depositors' and Investors' Guarantee Funds?
a. Did it not distort competition as Landsbanki was not obliged to make arrangements with the Guarantee Funds in Britain and Holland?
b. Was the interest of British and Dutch consumers not looked after, as Landsbanki did not have to pay to the Guarantee Funds like its competitors?
c. Is the European Union going to let Britain and Holland violate the principals of the EEA-treaty on equality of competition?
4. Is it in accordance with EU policy to let the taxpayers bear the burden when private banks go bankrupt?
5. Are Depositors' and Investors' Guarantee Funds of any country within the European Union strong enough to guarantee deposits in the case of (90%) banking collapse?
6. What will be the reaction of the European Union if the people of Iceland reject the latest Icesave agreement on the 9th of April 2011?
Sincerely and with requests for good answers
Signed:
Ásta Hafberg, student business management
Baldvin Björgvinsson, certified electrician, teacher
Björn Þorri Viktorsson, supreme court attorney
Elinborg K. Kristjánsdóttir, journalist, student
Elías Pétursson, CEO
Guðbjörn Jónsson, retired consultant
Guðmundur Ásgeirsson, software developer
Gunnar Skúli Ármannsson, cand med
Haraldur Baldursson, technologist
Helga Garðasdóttir, student
Helga Þórðardóttir, teacher
Inga Björk Harðardóttir, teacher, artist
Karólína Einarsdóttir, biologist and teacher
Kristbjörg Þórisdóttir, cand. psych.
Kristján Jóhann Matthíasson, retired fisherman
Pétur Björgvin Þorsteinsson,deacon, Evang.Lutheran Church
Rakel Sigurgeirsdóttir, teacher
Sigurjón Þórðarson, biologist
Sigurlaug Ragnarsdóttir, bachelor of fine arts
Steinar Immanúel Sörensson, ideologist
Þorsteinn Valur Baldvinsson Hjelm, surveillance officer
Answers and/or questions should be sent to
Gunnar Skúli Ármannsson Cand. Med.
Seiðakvísl 7
110 Reykjavík
Iceland
e-mail: gunnarsa AT landspitali.is
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 21. mars 2011
Ríkisstjórn í vanda
Það er ljóst mál að ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstrihreyfingarinar græns framboðs hafa átt í talsvert miklum vanda og ekki skánaði ástandið í dag.
Þetta tiltekna málefni sem við ályktum um er aðeins eitt af mörgum dæmum þess að segja eitt en gera annað. Engan þarf að undra að ekki ríki mikið traust til þessarar ríkisstjórnar.
Til þess að byggja upp traust þarf að fara þveröfugt að. Fólk þarf að gera það sem það segir og segja það sem það gerir. Þetta hefur Eygló Harðardóttir þingkona og ritari Framsóknar verið óþreytandi við að benda á í þeirri umræðu sem fram fer innan Framsóknar varðandi það að innleiða ný vinnubrögð og byggja upp traust. Það tekur vissulega sinn tíma.
Núverandi ríkisstjórn og sú sem fór þar á undan (Sjálfstæðisflokkur og Samfylking) hafa ítrekað fallið á flestum mikilvægustu prófunum. Þeim hefur ekki tekist að leysa úr bráðavanda heimila og fyrirtækja í landinu. Þau misstu stjórnlagaþingið út í vitleysu og þeim hefur ekki tekist að innleiða þau nýju vinnubrögð sem lærdómurinn af rannsóknarskýrslu Alþingis hefði átt að gefa.
Almannahagur hefur ekki verið hafður í forgangi. Sem dæmi um slíkt má nefna að strax í kjölfar hruns var ráðist í það án þess að hiksta að tryggja allar innistæður upp í topp og mokað fjármagni í það úr sameiginlegum sjóðum landsmanna en á sama tíma þá hefur það staðið endalaust í ríkisstjórninni að leiðrétta lán heimila og fyrirtækja. Hefði ekki verið viturlegra að forgangsraða fjármagni sem er af skornum skammti með því móti að setja þak á innistæðurnar t.d. 15 milljónir og nýta það svigrúm sem þá hefði skapast í aðgerðir sem nýtast almenningi betur? Það hefði einnig verið upplagt að hlusta á tillögur Framsóknar um 20% leiðréttingu sem var hugsuð þannig að sú afskrift sem þegar var orðin um helming hefði verið látin renna áfram að hluta til skuldara þegar lánin voru færð á milli gömlu og nýju bankanna. Ég er viss um að þá væri staða okkar betri í dag.
Eins og bent var á í þessu bloggi þá eiga 4.7% landsmanna meira en helming allra bankainnistæðna og það er einungis það sem gefið er upp en mér segir hugur um að talsvert mikið fjármagn hafi ekki verið gefið upp og sé "falið" víðs vegar og sjáist því ekki í íslenskum skattaframtölum. Einnig virðast ansi margir velefnaðir Íslendingar skyndilega hafa flutt lögheimili sitt til landa eins og Bretlands þrátt fyrir að ekki beri á öðru en þeir séu enn búsettir hér, sennilega vegna skattamála eins og auðlegðarskatta.
Nú er tími til kominn að ríkisstjórnin átti sig á því að það er ekki nóg að fara með falleg orð, semja góða stefnu og lofa fagra Íslandi. Það verða að koma lausnir, ráðast þarf í raunverulegar aðgerðir, hagur almennings en ekki fárra fjármagnseigenda eða útlendinga á að vera í fyrirrúmi og vinnubrögðin í stjórnmálum verða að breytast eigi traust og ró að skapast í íslensku samfélagi.
Kynjuð hagstjórn orðin tóm | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 20. mars 2011
Bréf til ESB
Hópurinn sem stendur að þessu bréfi á það sameiginlegt að vilja spyrna við fótum gegn því að skuldir einkafyrirtækja verði velt yfir á almenning; bæði hér á Íslandi og annars staðar í heiminum. Bréfið er skrifað í þeim tilgangi að vekja athygli á því sem Icesave-málið snýst raunverulega um en ekki síður hvaða fordæmisgildi það hefur fyrir allan almenning, hér heima og um alla jarðarkringluna, ef þessi nýjasti Icesave-samningur verður samþykktur.
**************************************************************
Íslandi 18.03 2011
Mr Herman Van Rompuy
European Council
Rue de la Loi 175
B-1048 Brussels
Kæri herra Van Rompuy
Haustið 2008 hrundi nánast allt íslenska bankakerfið (90%) á nokkrum dögum og þar með Landsbankinn og útibú hans í London og Amsterdam (Icesave-reikningarnir). Samkvæmt grundvallarreglu EES samningsins virðist jafnréttishugtakið um jafna stöðu allra á markaði vera undirstaða alls samstarfs innan Evrópusambandsins. Það kemur skýrt fram í 1. hluta samningsins um EES eins og hann birtist í íslenskum lögum nr. 2/1993 en þar segir svo í e. lið 2. töluliðar 1. gr:
að komið verði á kerfi sem tryggi að samkeppni raskist ekki og að reglur þar að lútandi verði virtar af öllum" (Áhersluletur er bréfritara) Þarna er beinlínis sagt að ein af grundvallarreglum EES samstarfsins sé að raska ekki samkeppni.
Í ljósi þessa verður ekki betur séð en breskum og hollenskum stjórnvöldum hafi borið skylda til að sjá til þess að útibú Landsbanka, í London og Amsterdam, hefði fullgildar tryggingar innlána í Tryggingasjóðum innistæðueigenda í viðkomandi löndum. Annað hefði verið mismunun á markaði annars vegar í óhag fjármagnseigenda en hins vegar til hagsbóta fyrir Landsbankann.
Bretar og Hollendingar tóku Icesave einhliða úr eðlilegum farvegi réttarfars yfir í hið pólitíska umhverfi. Á þeim grundvelli krefja þeir íslenska skattgreiðendur af mikilli hörku um endurgreiðslu þeirra innlána sem tryggð áttu að vera í bresku og hollensku innistæðutryggingakerfi eins og EES reglurnar kveða skýrt á um.
Fyrstu viðbrögð íslenskra stjórnvalda voru að þau hefðu verið beitt ofríki og vildu því fara með málið fyrir dómstóla. Bretar og Hollendingar höfnuðu því en áður höfðu Bretar sett hryðjuverkalög á Ísland og Landsbankann. Bretar stöðvuðu í framhaldinu starfsemi Kaupþings-banka (Singer & Friedlander) í London og féll þá stærsta fjármálafyrirtæki Íslands.
Vegna harkalegra viðbragða Breta og Hollendinga lokaðist fyrir flæði fjármagns til og frá Íslandi. Með því voru ríkisfjármál Íslands tekin í gíslingu. Þess vegna urðu Íslendingar að samþykkja að semja um Icesave-skuldina til að fá aðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Krafa AGS um þetta atriði kom fyrir samstilltan þrýsting Breta, Hollendinga og ESB-þjóðanna að gangast undir Icesave-kröfurnar.
Núverandi Icesave-samningar geta kostað okkur hálf fjárlög íslenska ríkisins. Ef neyðarlögin frá því í október 2008 verða dæmd ógild verða Icesave-kröfurnar tvöföld fjárlög ríkissjóðs. Íslenskur almenningur á erfitt með að sætta sig við að bera þessar byrðar vegna fjárglæfrastarfsemi einkabanka. Byrðar sem í raun tilheyra tryggingasjóðum Breta og Hollendinga samkvæmt grunnreglum EES um jafna samkeppnisstöðu útibúa Landsbankans í þessum löndum við aðra banka á sama markaðssvæði.
Íslenska þjóðin mun kjósa um nýjasta Icesave-samninginn þann 9. apríl næst komandi. Við höfnuðum þeim síðasta. Þess vegna finnst okkur undirrituðum áríðandi að fá svör við eftirfarandi spurningum fyrir þann tíma.
1. Hvers virði eru þríhliða samningar (Icesave samningarnir) þar sem tveir aðilar samningsins hafna eðlilegri málsmeðferð og í krafti aðstöðu sinnar neyða þriðja aðilann að samningaborði til að fjalla um málefni sem allar líkur benda til að séu uppgjörsmál Landsbankans við innistæðutryggingakerfi Breta og Hollendinga?
2. Hvers vegna var Íslendingum meinað að verja sig fyrir þar til bærum dómstólum um réttmæti krafna Breta og Hollendinga haustið 2008?
3. Í ljósi þess að Landsbankinn varð að fara eftir breskum lögum hvers vegna var honum þá heimilað að taka við innlánum áður en bankinn var búinn að tryggja sig hjá breska innistæðutryggingasjóðnum?
3.1 Veitti það bankanum ekki óeðlilegt forskot á markaði að vera undanskilinn þeirri kröfu?
3.2 Var hagur breskra neytenda ekki fyrir borð borinn með því að leyfa Landsbankanum að tryggja sig með minni kostnaði en aðrir á markaði?
3.3 Ætlar ESB að láta Breta og Hollendinga komast upp með að brjóta grunnreglur EES samningsins um jafna stöðu fyrirtækja á sama markaði ?
4 Samrýmist það stefnu ESB að þegar einkabanki verður gjaldþrota myndist krafa á skattfé almennings?
5 Er innistæðutryggingakerfi einhvers Evrópulands nógu öflugt til að standa undir falli 90% af bankakerfinu í landi sínu?
6 Hver verða viðbrögð ESB ef íslenskur almenningur hafnar nýjustu Icesave samningunum þann 9. apríl n.k?
Virðingarfyllst og með ósk um góð svör
Ásta Hafberg, háskólanemi
Baldvin Björgvinsson, raffræðingur / framhaldsskólakennari
Björn Þorri Viktorsson, hæstaréttarlögmaður
Elinborg K. Kristjánsdóttir, fyrrverandi blaðamaður, núverandi nemi
Elías Pétursson, fv. framkvæmdarstjóri
Guðbjörn Jónsson, fyrrverandi ráðgjafi
Guðmundur Ásgeirsson, kerfisfræðingur
Gunnar Skúli Ármannsson, læknir
Haraldur Baldursson, tæknifræðingur
Helga Garðasdóttir, háskólanemi
Helga Þórðardóttir, kennari
Inga Björk Harðardóttir, kennari/myndlistakona
Karólína Einarsdóttir, líffræðingur og kennari
Kristbjörg Þórisdóttir, kandídatsnemi í sálfræði
Kristján Jóhann Matthíasson, fv sjómaður
Pétur Björgvin Þorsteinsson, djákni í Glerárkirkju
Rakel Sigurgeirsdóttir, framhaldsskólakennari
Sigurjón Þórðarson, líffræðingur
Sigurlaug Ragnarsdóttir, listfræðingur
Steinar Immanúel Sörensson, hugmyndafræðingur
Þorsteinn Valur Baldvinsson Hjelm, eftirlitsmaður
Þórður Björn Sigurðsson, starfsmaður Hreyfingarinnar
Svör og eða spurningar skal senda til
Gunnars Skúla Ármannssonar
Seiðakvísl 7
110 Reykjavík
Ísland
Afrit sent til ýmissa ráðamanna ESB og EFTA, viðkomandi ráðuneyta Bretlands, Hollands og Íslands auk evrópskra fjölmiðla.
Enska útgáfan:
LETTER TO ESB REGARDING ICESAVE 18 MARS 2011
Stjórnmál og samfélag | Breytt 21.3.2011 kl. 00:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)