Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Mánudagur, 18. október 2010
Framboð til stjórnlagaþings
HVERS VEGNA BÝÐ ÉG MIG FRAM?
Á Íslandi eiga allir að geta haft það gott. Í þeim erfiðleikum sem við mætum núna skapast sögulegt tækifæri til þess að endurskoða, læra og breyta samfélaginu til bjartrar framtíðar. Vönduð stjórnarskrá leggur grunninn að framúrskarandi samfélagi með öflugar grunnstoðir. Ég mun starfa með opnum huga, jákvæðni, krafti og metnaði sem fulltrúi þjóðarinnar á stjórnlagaþingi. Áhersluatriði mín eru m.a. mannréttindi, lýðræði, sjálfsákvörðunarréttur þjóðarinnar og þjóðareign á auðlindum. Einnig legg ég áherslu á þrískiptingu ríkisvaldsins, eflingu Alþingis og helstu stofnana þess. Ég hef það að leiðarljósi að gæðum lands, þjóðar og samfélags verði skilað vel til komandi kynslóða.
ÆVIÁGRIP
F. í Reykjavík 9. maí 1978. For: Þórir Guðmundsson (f. 17. nóvember 1936) vélgæslumaður og Bjarndís Eygló Indriðadóttir húsmóðir (f. 14. ágúst 1939 d. 26. janúar 1999). Systur: Guðrún Þórisdóttir (1969), Steinunn Þórisdóttir (1973) og Aðalheiður Þórisdóttir (1978).
Stúdentspróf MR 1998. BA gráða í sálfræði frá Háskóla Íslands 2002. Diplóma gráða í fötlunarfræðum frá Háskóla Íslands 2006. Kandídatsnám í sálfræði síðan 2008, fyrirhuguð námslok í lok árs 2010.
Stuðningsfulltrúi í Gylfaflöt dagþjónustu fyrir fötluð ungmenni í sumarafleysingu 2009. Stuðningsfulltrúi á öldrunarheimili á Lokalcenter Skelager í Árósum í sumarafleysingu 2008. Forstöðumaður sambýlis hjá Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra í Reykjavík (SSR) 2004-2007. Deildarstjóri sama sambýlis 2003-2004. Stuðningsfulltrúi á sama sambýli 1999-2002. Starfsmaður á Kleppi 2003 í stuttan tíma. Ýmis sumarstörf samhliða námi m.a. garðyrkja, afgreiðslustörf í bakaríi, fiskvinnsla og blaðaútburður.
Varaformaður Landssambands framsóknarkvenna 2009-2011. Siðanefnd Framsóknarflokksins 2009-2010. Varamaður í nefnd um erlenda fjárfestingu síðan 2009. Áheyrnarfulltrúi í fjölskyldunefnd í Mosfellsbæ fyrir Íbúahreyfinguna síðan haust 2010. Í miðstjórn Framsóknarflokksins síðan 2006. Aðalmaður í fjölskyldunefnd í Mosfellsbæ fyrir Framsóknarflokkinn 2006-2007. Anima skemmtinefnd sálfræðinema 1999-2000.
Hef skrifað pistla og greinar um samfélagsmál í ýmis blöð.
Ég hef mikinn áhuga á manneskjunni og samfélaginu í sínni víðustu mynd. Á mörg áhugamál meðal annars hestamennsku, ferðalög, útiveru, líkamsrækt, samverustundir með fjölskyldu ogvinum, að borða góðan mat og njóta hvers andartaks í lífinu.
Ég ferðaðist um Kína, Tíbet, Nepal, og Tæland í þrjá og hálfan mánuð haustið 2002. Ég dvaldi í Árósum í Danmörku frá 2007-2009 við framhaldsnám í sálfræði.
Hægt er að hafa samband við mig með því að senda tölvupóst á kristbjorgthoris@simnet.is með ábendingar og fyrirspurnir.
Á fimmta hundrað í framboði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 11. október 2010
Ályktunin í heild sinni
Ályktun frá landsstjórn Landssambands framsóknarkvenna
-Aðför gegn heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni og fæðingarorlofinu-
Landsstjórn Landssambands framsóknarkvenna lýsir vanþóknun sinni á tillögur stjórnvalda um niðurskurð til heilbrigðismála. Tillögur þessar lýsa algeru þekkingarleysi ríkisvaldsins á starfsemi heilbrigðisstofnana víða um land. Ef þessar hugmyndir ná fram að ganga þá munu þær enn og aftur hafa þau áhrif að störf munu flytjast af landsbyggðinni til höfuðborgarsvæðisins.Það eru óþolandi vinnubrögð af hálfu ríkisstjórnar að vinna markvisst að því að fækka fagmenntuðum heilbrigðisstarfsmönnum á landsbyggðinni og skerða með því öryggi þeirra sem þar búa.
Enn fremur munu þessar tillögur lama þá starfsemi sem fellur undir grunnþjónustu í heimabyggð og skerða búsetuskilyrði fólks í landinu. Ekki hefur verið sýnt fram á með nokkrum hætti að flutningur sjúklinga og fæðandi kvenna til Reykjavíkur dragi úr kostnaði ríkisins.
Einnig telur landsstjórn Landssambands framsóknarkvenna boðaða skerðingu á framlögum til fæðingarorlofssjóðs vera aðför að því jafnrétti sem þó hefur náðst á undanförnum áratugum meðal annars með tilkomu feðraorlofsins sem Framsóknarflokkurinn kom á. Nú þegar hafa Íslendingar stysta fæðingarorlof allra Norðulandabúa og stytting þess gerir að engu tilmæli um aðbúnað ungbarna.
Aðför gegn fæðingarorlofi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 11. október 2010
Ályktun LFK á Mbl.is
Innlent | mbl.is | 11.10.2010 | 14:51Aðför gegn fæðingarorlofi
Landsstjórn Landssambands framsóknarkvenna segir tillögu stjórnvalda um niðurskurð til heilbrigðismála lýsa þekkingarleysi ríkisvaldsins á starfsemi heilbrigðisstofnana.
Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem landsstjórnin sendi frá sér í dag. Þar segir að nái hugmyndirnar fram að ganga munu þær hafa þau áhrif að störf flytjist af landsbyggðinni til höfuðborgarsvæðisins.Það séu óþolandi vinnubrögð af hálfu ríkisstjórnar að vinna markvisst að því að fækka fagmenntuðum heilbrigðisstarfsmönnum á landsbyggðinni og skerða með því öryggi þeirra sem þar búa.
Einnig telur landsstjórn Landssambands framsóknarkvenna boðaða skerðingu á framlögum til fæðingarorlofssjóðs vera aðför að jafnrétti og bendir á í því sambandi að fæðingarorlof á Íslandi sé nú þegar styst á Norðurlöndunum.
(http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2010/10/11/adfor_gegn_faedingarorlofi/)
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 8. október 2010
Frétt af Vísi um ályktun Landssambands framsóknarkvenna
Óforsvaranlegt að bankar skili hagnaði en fjölskyldur séu bornar út
Framsóknarkonur telja að það sé óforsvaranlegt að nýju bankarnir skuli krefja almenning um fulla endurgreiðslu lána sem voru keypt af gömlu bönkunum með 45% afslætti. Þetta leiði meðal annars til þess að þeir skili hagnaði á sama tíma og fjölskyldur séu bornar út af heimilum sínum. Þetta kemur fram í ályktun sem Landssamband Framsóknarkvenna sendi frá sér í gær.
Landssamband framsóknarkvenna lýsir yfir vanþóknun sinni á þeim gríðarlega háu afskriftum sem fram hafa farið í bönkunum á lánum ákveðinna fyrirtækja á sama tíma og harkalega er gengið nærri almenningi sem glímir við gríðarlegan skuldavanda. Skuldavanda sem er að miklu leyti tilkominn vegna glæfralegrar starfsemi bankanna," segir í ályktuninni.
Þar kemur jafnframt fram að framsóknarkonur telja það einnig vera mjög ámælisvert að sum þessara fyrirtækja hafa greitt sér himinháan arð á sama tíma og þau hafi safnað gríðarháum skuldum. Koma þurfi í veg fyrir að slíkt sé hægt með lagasetningu. Landssamband framsóknarkvenna ítrekar mikilvægi þess að allir fái sömu meðferð í bönkunum til þess að takast á við skuldavanda sinn hvort sem um stór, meðalstór, lítil fyrirtæki eða heimilin sé að ræða og ferlið sé opið og gagnsætt.
slóð á fréttina: http://www.visir.is/article/20101008/FRETTIR01/688352800
ályktunin í heild sinni: http://mbl.is/media/18/2318.pdf
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 8. október 2010
Frétt af Mbl. um ályktun Landssambands framsóknarkvenna
Lýsa yfir vanþóknun á háum afskriftum í bönkunum
Landssamband framsóknarkvenna lýsir yfir vanþóknun á þeim gríðarlega háu afskriftum sem fram hafa farið í bönkunum á lánum ákveðinna fyrirtækja á sama tíma og harkalega er gengið nærri almenningi sem glímir við gríðarlegan skuldavanda. Þetta kemur fram í ályktun sambandsins.
Þar kemur einnig fram að Landssamband framsóknarkvenna telji það einnig mjög ámælisvert að sum þessara fyrirtækja hafi greitt sér himinháan arð á sama tíma og þau hafa safnað gríðarháum skuldum.
Þá er ríkisstjórn Íslands og þingheimur hvattur til þess að hlusta á þau alvarlegu skilaboð sem almenningur sé að senda um raunverulegar breytingar í stjórnmálum á Íslandi þannig að sátt geti náðst í samfélaginu.
Þá er lagt til að skipuð verði þjóðstjórn til að ráðast í neyðaraðgerðir, fara í þær lýðræðislegu breytingar sem þurfi að ljúka og síðan verði boðað til kosninga.
slóð á fréttina: http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2010/10/07/lysa_yfir_vanthoknun_a_haum_afskriftum_i_bonkunum/
ályktunin í heild sinni:
http://mbl.is/media/18/2318.pdf
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 7. október 2010
200 milljarðar í peningamarkaðssjóðina - hvers vegna ekki 200 milljarðar fyrir heimilin?
Mér þykir það vera áhugavert að strax í kjölfar hrunsins var skattfé almennings dælt inn í peningamarkaðssjóðina (að minnsta kosti 200 milljarðar) og það var sagt með miklum stóryrðum að innistæður væru tryggðar að fullu!
Hvernig stendur á því að það virðist endalaust hiksta í ráðamönnum varðandi það mikla réttlætismál að leiðrétta lán almennings fyrir sömu upphæð? Ekki síst í ljósi þess að það hefði verið í lófa lagið að gera það þegar allir bankarnir voru í eigu ríkisins og lánin voru færð yfir á 45% afslætti yfir í nýju bankana. Hvaða rök halda fyrir því að húsnæðislánið mitt sé fært yfir í nýja bankann á 45% afslætti en ég svo rukkuð 100% fyrir lánið?
Ég er ekki sátt við það að allar aðgerðir sem ríkisstjórnin kemur fram með snúast um það að hjálpa fólki að finna leiðir til þess að greiða skuldir sem það stofnaði að hluta ekki til. Af hverju ætti ég að vera yfir mig hrifin af því að fá svona fínt úrræði til þess að greiða fyrir þá stökkbreytingu sem lánið mitt er komið í? Stökkbreytingu sem er tilkomin vegna hluta sem ég hef enga stjórn á.
Ég vil fá leiðréttingu á mínu láni þannig að höfuðstóllinn sé svipaður og fyrir hrun bankanna. Það eru um 20% skv. tillögu okkar Framsóknarfólks og 18% samkvæmt Hagsmunasamtökum heimilanna. Til þess að upphæðin verði ekki of há en nái að aðstoða sem flesta mætti færa rök fyrir því að ákveðið þak sé á þeirri leiðréttingu sem hægt er að gera t.d. 10 milljónir.
Hvað réttlætir þá eignaupptöku sem átt hefur sér stað á mínu húsnæði? Móðurarfurinn minn er horfinn og það þykir mér ömurlegt.
Hvað réttlætir það að ég eigi að ganga inn í afbragðs úrræði til þess að greiða fyrir skuldir sem eru tilkomnar vegna forsendubrests?
Er ekki sanngirni falin í því að sá forsendubrestur sé leiðréttur fyrir heimilin í landinu með því að höfuðstóllinn sé færður niður?
Af hverju tók ríkisstjórnin þá ákvörðun að verja fjármagnseigendur upp í topp en senda reikninginn af hruninu inn á íslensk heimili? Norræna velferðarstjórnin! Það er óskiljanlegt.
Röng forgangsröðun?
Ég vona að atburðir undanfarinna daga verði þess valdandi að opna augu ríkisstjórnarinnar fyrir því að setja heimilin og fyrirtækin efst á forgangslistann og reyna að ná til meirihlutans í stað þess að hlífa þeim sem síst þurfa þess!
Ég er reyndar bjartsýn á breytingar!
Brot af tapi heimilanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 7. október 2010
Ályktun frá Landssambandi framsóknarkvenna
Alvarleg skilaboð almennings og skuldavandi íslenskra heimila
Landssamband framsóknarkvenna lýsir yfir vanþóknun sinni á þeim gríðarlega háu afskriftum sem fram hafa farið í bönkunum á lánum ákveðinna fyrirtækja á sama tíma og harkalega er gengið nærri almenningi sem glímir við gríðarlegan skuldavanda. Skuldavanda sem er að miklu leyti tilkominn vegna glæfralegrar starfsemi bankanna. Landssamband framsóknarkvenna telur það einnig mjög ámælisvert að sum þessara fyrirtækja hafa greitt sér himinháan arð á sama tíma og þau hafa safnað gríðarháum skuldum. Koma þarf í veg fyrir að slíkt sé hægt með lagasetningu. Landssamband framsóknarkvenna ítrekar mikilvægi þess að allir fái sömu meðferð í bönkunum til þess að takast á við skuldavanda sinn hvort sem um stór, meðalstór, lítil fyrirtæki eða heimilin sé að ræða og ferlið sé opið og gagnsætt.
Landssamband framsóknarkvenna telur það ekki forsvaranlegt að nýju bankarnir skuli krefja almenning um fulla endurgreiðslu lána sem voru keypt af gömlu bönkunum með 45% afslætti sem leiðir meðal annars til þess að þeir skila hagnaði á sama tíma og fjölskyldur eru bornar út. Landssamband framsóknarkvenna krefst þess að tafarlaust verði farið í það að leiðrétta stökkbreytt lán almennings með 20% leiðréttingarleiðinni með 10 milljón króna þaki. Stöðva verður þá eignaupptöku sem á sér stað og koma í veg fyrir það að almenningur festist í skuldafangelsi. Landssamband framsóknarkvenna hvetur þingmenn til þess að veita lyklafrumvarpi Lilju Mósesdóttur brautargengi ásamt því að ráðast í það að setja þak á verðtryggingu og afnema hana í þrepum.
Landssamband framsóknarkvenna hvetur ríkisstjórn Íslands og þingheim allan til þess að hlusta á þau alvarlegu skilaboð sem almenningur er að senda um raunverulegar breytingar í stjórnmálum á Íslandi þannig að sátt geti náðst í samfélaginu. Landssamband framsóknarkvenna leggur til að skipuð verði þjóðstjórn til þess að ráðast í neyðaraðgerðir, fara í þær lýðræðislegu breytingar sem þarf að ljúka og síðan verði boðað til kosninga.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 6. október 2010
20% skuldaleiðrétting Framsóknar
Í dag eru 2 ár liðin frá falli bankanna.
Síðan hefur ýmislegt gengið á sem vart þarf að nefna og hefur verið ákaflega sársaukafullt fyrir alla þjóðina.
Í febrúar 2009 komum við í Framsóknarflokknum fram með vel útfærðar efnahagstillögur m.a. um 20% almenna skuldaleiðréttingu með mögulegu þaki. Rökin voru m.a. þau að svigrúm hefði skapast við 45% afslátt þann sem nýju bankarnir keyptu lánin af gömlu bönkunum á og eðlilegt væri að hluti af þeim afslætti gengi áfram til skuldara sem situr uppi með stökkbreytt lán í stað þess að lánveitandi nyti alls ágóðans af því.
Þessi leið var kæfð niður og hún sökuð um að vera til þess fallin að hygla þeim sem háskalegast hefðu farið og hún myndi setja Íbúðalánasjóð á hausinn. Ég velti því fyrir mér hvort hún hafi ekki þótt nógu góð vegna þess að hún kom frá Framsókn. Ég vona að stjórnmálin læri það í framtíðinni að hætta að dæma lausnir eftir því hvaðan þær koma heldur meta þær eftir því hversu góðar þær eru því ég leyfi mér að fullyrða að við værum í betri málum í dag hefði þessi leið strax farið upp á borðið og verið rædd og bætt með tillögum annarra flokka og aðila. Þær leiðir sem farnar hafa verið síðan þá hafa ekki náð til hins almenna borgara heldur verið ómarkvissar og ógagnsæjar og margt af því sem við töluðum um hefur því miður komið í ljós.
Hagsmunasamtök heimilanna og ýmsir aðrir hafa komið með tillögur sem eru mjög í anda þess sem við komum með.
Vonandi er að rofa til núna og vonandi verður farið í einhvers konar lækkun á höfuðstól stökkbreyttra lána því ég tel að flestir séu farnir að sjá að það sé ein skásta leiðin sem við getum farið.
Það er algjörlega nauðsynlegt að koma til móts við almenning og stöðva þá gríðarlegu eignaupptöku sem átt hefur sér stað undanfarin tvö ár. Það er ömurlegt að vera búinn að strita fyrir íbúðinni sinni en sjá eign sína í henni hverfa svo á sama tíma og bankarnir sem eru stórir gerendur í hruninu eru að skila gríðarlegum hagnaði! Það er ömurlegt að horfa upp á hinn almenna borgara festast í viðjum skulda og verða að hálfgerðum þrælum fyrir þessa sömu banka.
Nú er tími til kominn að almenningur fái það réttlæti sem hann á skilið, við náum sátt og getum byggt samfélag okkar upp að nýju með góðri samvinnu okkar allra.
Hér má sjá efnahagstillögur Framsóknar:
http://www.framsokn.is/files/efnahagstillogur_framsoknar.pdf
Hér má sjá tillögur okkar að þjóðarsátt:
http://www.framsokn.is/files/thjodarsatt_2010_tillogur.pdf
Þetta var gott samtal | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 4. október 2010
Dynjandi hjartsláttur þjóðarinnar og neyðarkall
Var að koma heim af Austurvelli.
Hinn taktfasti sláttur mun seint þagna. Að minnsta kosti úr minningunni.
Táknrænn fyrir hjartslátt þjóðarinnar. Samstaðan er eldsneyti lýðræðisins. Bálið táknrænt fyrir það afl sem samstaðan getur leyst úr læðingi.
Á Austurvelli var ekki samankominn "skríll". Þarna var ég og þarna varst kannski þú. Afar, ömmur, börn, systur, kennarar, verkamenn, atvinnulaust fólk, fólk sem búið er að missa húsnæði sitt, lögreglumenn, menntaskólanemendur og fleiri og fleiri. Hópur af venjulegum Íslendingum sem vill búa í góðu samfélagi og er búið að fá nóg af gagnslausum skrípaleik og því hörmulega óréttlæti sem ríkir.
Hversu lengi á fólk að bíða? Bíða eftir lausn sem kannski aldrei kemur? Ég sá nokkra þarna sem gengu um með flautur og blésu í þær og við það dró hugurinn mig inn í myndina um Titanic þar sem drukknandi fólkið blés af öllu afli í flauturnar eftir að skipið var sokkið en yfirstéttin sem hafði vannýtt björgunarbátana og hirt þá alla undir sjálfa sig sat undir stjörnubjörtum himninum í pelsunum sínum og neitaði að snúa við af ótta við að drukkna sjálf. Í stað þess sátu þau í bátunum sínum horfðu á og hlustuðu á flauturnar og hljóðin sem smám saman dofnuðu og hljóðnuðu eftir því sem fólkið drukknaði. Það var aðeins einn björgunarbátur sem sneri við.
Það var óþægilegt að heyra þessar flautur á Austurvelli og hugsa til þess að kannski heyra stjórnvöld ekki neyðarköllin. Kannski er fólk svo upptekið af eigin hag að það snýr ekki björgunarbátunum við. Kannski er þessu ekki svo ólíkt farið hér. Hinir valdamiklu, hinir fjársterku þeir eru of uppteknir við það að koma sér í björgunarbáta til þess að sjá alla hina sem eru að drukkna.
Það er eiginlega ömurlegt að hugsa um það og ég fæ sting í hjartað.
Stjórnmálakreppa í landinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 4. október 2010
Samferða inn í framtíðina
Við lifum sögulega tíma. Það fer ekki framhjá neinu okkar.
"Á Íslandi eiga allir að geta haft það gott" þessa setningu sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þá formannsframbjóðandi á flokksþingi Framsóknarflokksins í janúar 2009. Þessi setning snart mig og ég mun aldrei gleyma henni. Það er svo mikið til í þessari setningu. Hún er mjög gildishlaðin.
Við erum um 317 þúsund manna þjóð. Við deilum þessu undurfagra landi og erum að mínu mati ein ríkasta þjóð í heimi í mörgum skilningi. Nú förum við í gegnum róstursama tíma. Það umhverfi sem smám saman hafði mótast varð sjúkt og hrundi til grunna. Enginn byggir upp samfélag sem er ætlað að hrynja. Það sem byggt er upp er byggt upp í því umhverfi og þeirri menningu sem er ríkjandi hverju sinni og flestir gera sitt besta á hverjum tíma. Það er hins vegar auðvelt að villast af leið. Það er oft auðvelt að vera vitur eftir á þegar maður horfir í baksýnisspegilinn á rústirnar. En það er samt sem áður mikilvægt að horfast í augu við þær staðreyndir sem blasa við, viðurkenna það sem aflaga fór og læra af mistökunum. Samfélagið okkar er í verulegri hættu. Fjármagnsöfl hafa það í heljargreipum og hinum almenna borgara blæðir og sumum blæðir út. Þannig samfélagi líður ekki vel.
Núna verðum við að nema staðar.
Við vitum það að við getum ekki haldið áfram í því rugli og brjálæði sem hefur ríkt hér undanfarin ár. Nú verðum við að spyrna við fótum og láta hendur standa fram úr ermum. Við þurfum að byggja upp að nýju og standa vörð um fólkið og innviði samfélagsins.
En við verðum að gera það í sameiningu. Við verðum að geta tekið hagsmuni heildarinnar fram yfir persónulega hagsmuni hvers og eins. Sama hvar í flokki við stöndum, meðmælendur, mótmælendur, hver sem við erum og hvað sem við gerum. Við verðum að horfa fram veginn í stað þess að vera föst tilbaka meðal annars með því að rannsaka rannsaka og rífast um rannsóknirnar. Það þarf vissulega að rannsaka en aðalatriðið er að við þurfum uppbyggingu. Uppbyggingu á nýju samfélagi. Hér þarf að verða kerfisbreyting. Allt það sem búið er að rannsaka og margsýna fram á að gengur ekki er það sem við verðum að breyta. Og við verðum að meina það. Þetta þarf í sjálfu sér ekki að vera mjög flókið.
Lykilatriði þess að okkur geti öllum liðið vel er að við getum staðið saman. Að við getum gert sáttmála um það að við viljum öll gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að okkur öllum líði betur í okkar eigin skinni. Þá mun samfélag okkar verða betra. Það er ýmislegt sem við öll getum verið sammála um og unnið saman að því að bæta. Það er svo miklu meira sem við sem þjóð eigum sameiginlegt en það sem er ósamrýmanlegt. Eitt af því gæti verið að börnin okkar er það sem hljóti að vera í forgangi. Annað er það að heilsa hvers og eins hlýtur að vera grundvöllur alls annars. Þriðja er það að fjölskyldan er hornsteinn samfélagsins í öllum sínum margbreytileika og svona getum við haldið áfram.
Meðan hver höndin er upp á móti hinni þá ristum við dýpri og dýpri sár og blóðugar hendurnar verða um leið ónothæfar til þeirra verka sem við þurfum öll að vinna í sameiningu. Hvað getur þú gert til þess að bæta samfélagið þegar þú hefur lokið við að lesa þennan pistil? Hvaða hjóli vilt þú ýta í þeim vagni sem við sitjum samferða í inn í framtíð betri og bjartari tíma?
Við þurfum að vera samferða inn í framtíðina.
Ætla að enda þetta á því að birta hér textann á einu af mínum allra uppáhalds lögum sem notað var í myndbandinu hér að ofan. Þetta lag er meistarastykki því fyrir utan það að vera fallegt og hjartnæmt þá segir textinn svo ótrúlega margt. Efni hans á svo sannarlega við íslenska þjóð í dag.
til að bjóða mína sátt
það sem einu sinni var
það getur lifnað við á ný
Annað líf enginn veit,
endalaus er okkar leit
ef þú átt aðeins þetta líf
er betra að fara að lifa því
Samferða,öll við erum samferða
hvert sem liggur leið
gatan mjó og breið,
torfær eða greið
Viltu ganga um mínar dyr
verst ég opnaði ekki fyrr
en ég veit að enn er hægt
að biðja um meiri og betri byr
Opna dyr uppá gátt
til að bjóða mína sátt
það sem einu sinni var
það getur lifnað við á ný
Annað líf enginn veit
endalaus er okkar leit
ef þú átt aðeins þetta líf
er betra að fara að lifa því
Samferða,öll við erum samferða
hvert sem liggur leið
gatan mjó og breið,
torfær eða greið
Viltu ganga um mínar dyr
verst ég opnaði ekki fyrr
en ég veit að enn er hægt
að biðja um meiri og betri byr
Magnús Eiríksson gerði þetta
lag.
Tunnumótmæli við stefnuræðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |