Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Þarna væri ég til í að vera...

 

Ég er svo sannarlega með hálfan hugann heima á landsmóti hestamanna héðan úr sumarblíðunni og hitanum. Ég sé það að hann Sammi vinur minn gerir þessu öllu góð skil á RÚV.

Landsmót hestamanna er engu öðru líkt.

Það er draumi líkast fyrir hestaáhugamanninn að eyða helst allri vikunni í góðra vina hópi við það að fylgjast með fallegustu hestum heims liðast um brautina í tignarlegum hreyfingum eða þeysast eins og elding í gríðarlegri snerpu skeiðsins. Stemmingin sem myndast þegar ungir sem aldnir njóta þessa augnakonfekts saman og eiga þar á milli góðar stundir við söng, dans og aðra skemmtun er ómetanleg í íslensku sumarnóttinni.

Ég hef farið á öll landsmót síðastliðin ár og á heimsmeistaramót í Svíþjóð.

Mikið sakna ég vina minna ferfætlinganna þessa stundina og er nokkuð viss á því að ég mun mæta til leiks í brekkuna að tveimur árum liðnum á Vindheimamelum!


mbl.is Um 11 til 12 þúsund á Landsmóti hestamanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hamingjan fæst ekki keypt

030807_happyness_large
 

Þetta er eitthvað sem ég held að flestir viti innst inni þó oft horfum við framhjá þessu og reynum að kaupa okkur hamingju eða kaupa hamingju fyrir aðra.

Hver er sinnar gæfu smiður og með hamingjuna þá liggur hún í lófa hvers manns. Við þurfum að hafa fyrir hamingjunni. Það er vinna að vera hamingjusamur. Suma daga er maður svo hreint ekki hamingjusamur en hins vegar má líta á það þannig að það sé gott því þá viti maður hversu góðir hinir dagarnir eru og þá er maður hamingjusamur.

Ég tel hamingjuna snúast um það að finna sjálfan sig, stýra sínu lífi og hafa gott fólk í kringum sig. Þegar upp er staðið erum það við sjálf og ekki síður fólkið okkar sem skiptir máli. Hver hefði til dæmis gaman að því að vera milljónamæringur ef hann hefði ekki gott fólk til að deila lystisemdum lífsins með? Einnig held ég að þegar fólk verður moldríkt þá verði allt það sem hugurinn girnist bara hversdagslegt brauð. Þetta er nefnilega allt svo afstætt.

Þetta hugsaði ég einu sinni þegar ég var að vinna mikið og hafði ákveðið að dekra við mig með því að kaupa mér kort í baðstofunni í Laugum. Ég elska gufuböð og það eru algjör lífsgæði fyrir mér. Hins vegar eftir nokkur skipti þá hætti þetta að vera nokkuð merkilegt. Kröftuga sturtan sem ég stóð undir var orðin bara venjuleg sturta. Ekki sama magnaða vatnsfall og hún var í fyrsta skipti sem ég fór undir hana. Af þessari reynslu dró ég þá ályktun að ef ég byggi í höll þá yrði það afar fljótt hversdagslegt og ómerkilegt og myndi á engan hátt gera mig hamingjusama. Á hinn bóginn má segja það að það eykur ekki hamingju að þurfa að hafa áhyggjur um hver mánaðarmót um hvort endar nái saman. Það er hinn endinn. Þess vegna held ég að oft sé fólk hamingjusamt ef það lifir eftir hinum gullna meðalveg. Hefur nóg en ekki of mikið.

Þegar harðnar á dalnum þá held ég að fólk hægi aðeins á sér í lífsgæðakapphlaupinu. Þá fer fólk að meta einföldu hlutina. Það getur verið stórkostlegt og skapað mikla hamingju að horfa á börn að leik í garði, að gefa öndunum brauð, horfa á náttúruna og margt annað sem ekki kostar peninga. Það getur verið mun dýrmætara að sitja á fallegum stað og horfa á náttúruna og njóta hennar í stað þess að sitja á dýrasta veitingahúsi bæjarins og hafa keyrt þangað á rándýra jeppanum sínum.

Það kemur mér ekki á óvart að Danir séu hamingjusamastir. Þeir eru svo vingjarnlegir og kunna svo vel að "hygge sig". Kunna að njóta hvers dags og eru ekkert að stressa sig of mikið á hlutunum. Þeir eru fáir í kapphlaupi um að eiga allt það flottasta og besta eins og Íslendingar. Danir leggja líka talsvert mikið upp úr meðalmennskunni (stundum fullmikið þó). Hér er líka mjög mikil áhersla á fjölskylduna og það held ég að sé ágætis uppskrift að hamingju. Að geta farið heim úr vinnunni með góðri samvisku klukkan fjögur og jafnvel fyrr á föstudögum og átt tíma með börnunum sínum og fjölskyldu. Á Íslandi flokkast það nánast undir leti.

Ég óska öllum lesendum þessarar færslu hamingju og munið að hamingjan er í litlu hlutunum, ekki þeim stóru og liggur nær manni en mann grunar.


mbl.is Vaxandi hamingja í heiminum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fólk með fólki

Þetta sumarið er ég búsett í Danmörku þar sem ég stunda nám og ákvað ég að sækja um vinnu hér úti í stað þess að fara heim að vinna. Fyrir því voru nokkrar ástæður og meðal annars sú að til þess að læra dönsku þá þarf maður að henda sér út í dönsku laugina. Maður lærir nefnilega meira þegar maður þarf að nota tungumálið hér og nú en af því að sitja í fyrirlestrum og geta kinkað kolli án þess að þurfa að vinna upplýsingarnar nokkuð frekar. Hins vegar þá er mjög óhagstætt fyrir íslenska námsmenn að fara heim að vinna þar sem hrikalegt gengi étur upp það sem maður myndi afla.

Það er alveg með ólíkindum að aðeins á þessu eina ári sem ég hef búið í Danmörku þá hefur gengið farið frá 11 krónum upp í 17.3 og það er skelfilegt fyrir íslenska námsmenn þar sem námið okkar verður fyrir vikið miklu dýrara og erfitt að lifa þegar húsaleigan og hver einasti brauðhleifur sem maður kaupir hefur snarhækkað vegna gengisfallsins.

En fólk með fólki var það sem ég ætlaði að ræða hér.

Ég hef unnið við það að styðja fatlað fólk sem býr á sambýli í 8 ár á ýmsa vegu. Bæði sem starfsmaður og stjórnandi. Núna ákvað ég svo að starfa að aðhlynningu fyrir aldrað fólk og kynnast þeim vettvangi hér úti.

Það getur tekið talsvert á að starfa með öldruðu fólki en er engu að síður ákaflega gefandi og lærdómsríkt. Það sem mér þykir þó merkilegt bæði hér og ég veit að ekki er ástandið neitt betra heima hvernig búið er að öldruðu fólki. Þegar maður verður gamall þá allt í einu missir maður vald yfir sínu lífi á vissan máta. Maður verður háður öðrum um sjálfsögðustu hluti. Lífið gengur út á matmálstíma. Ég upplifi á vissan hátt að hálfpartinn sé fólk oft bara að bíða eftir dauðanum. Það er afskaplega lítið lagt upp úr því að fólk eyði ævikvöldinu með reisn, virðingu og í takt við eðlilegt líf heldur snýst þjónustan um að fullnægja grunnþörfum og komast í gegnum daginn. Ekki er gert ráð fyrir starfsfólki nema að mjög takmörkuðu leyti til annars.

Allt í einu þarf fólk sem búið hefur á sínu heimili að troða eigum sínum í litlar vistarverur (jafnvel vera með öðrum í herbergi sem er nú sem betur fer að leggjast af) og fólk þarf að deila rými með fólki sem það hefur aldrei þekkt fyrr en nú sem getur tekið talsvert á. Þar sem lág laun eru í þessum umönnunarstörfum þá er mikil hreyfing á starfsfólki, það er oft ungt, af erlendum uppruna (eins og ég sjálf hér úti) og sumir hafa ekki mikinn áhuga á starfinu og koma fram við fólkið eins og hluti.

Það merkilega við þetta er að oft virðist fólk geta horft framhjá því að fatlað fólk búi við óásættanlegar aðstæður því það er ólíklegt að maður sjálfur verði í þeim sporum en hitt er merkilegt að flest stefnum við að því að verða gömul en horfum samt upp á þær aðstæður sem fólkið sem lagði grunninn að lífi okkar býr við.

Það þarf að endurskoða rækilega stöðu umönnunarstétta í samfélagi okkar og hvernig við viljum búa að hvoru öðru. Það er alltaf nægt fjármagn en það þarf að forgangsraða á annan hátt. Það þarf að styrkja þessar stéttir og laða að fagfólk. Það er óásættanlegt að til dæmis fólk sem farið er að missa minnið skuli auk þess þurfa að búa við það að hlutirnir séu gerðir á mismunandi hátt þar sem alltaf er nýtt og nýtt starfsfólk þegar vel væri hægt að gera góða áætlun sem vel þjálfað starfsfólk færi eftir af alúð. Ég vona að framtíðin muni bera með sér betri aðstæður þar sem fólk býr á eigin heimili sem lengst en þegar kemur að því að það þurfi umönnun þá annist það hæft starfsfólk sem leggur sig allt fram, þekkir það, vinnur eftir góðu skipulagi og mikið sé lagt upp úr að dagurinn gangi út á að eiga gott ævikvöld í stað þess að bíða eftir því að verða sóttur.


Til hamingju með daginn Íslendingar!

 

Þjóðhátíðardagur okkar Íslendinga er runninn upp. Að þessu sinni er ég fjarri góðu gamni og það er ekki mikið sem maður finnur fyrir honum hér í Danmörku. Íslendingafélagið í Árósum var þó með fjölskyldudag á laugardaginn og grillaði íslenskar Goða pylsur og seldi íslenskt nammi. Það var nú ekki slegið hendinni á móti því að kaupa sér Nizza, Tromp, Egils appelsín og fleira gúmmulaði!

Það er ágætt að leiða hugann að okkur Íslendingum þegar við fögnum þjóðahátíðardegi okkar. Þegar við fögnum sjálfstæði okkar og horfa aðeins fram í tímann í leiðinni.

Ég horfði á kynningarmyndband um Ísland í gær ásamt vinkonu minni og við vorum að ræða það að það er ekki skrýtið að við Íslendingar séum eins og við erum. Við erum yfirleitt full af orku, frumkvæði, sjálfstæði og tilbúin að sigra heiminn. Ekkert skal standa í vegi fyrir okkur. Þessa orku höfum við án efa frá þeirri dýrmætu náttúru sem umlykur okkur allt um kring. Frá vatnsföllunum mikilfenglegu og margbrotinni náttúrunni sem hleður mann þessum krafti. Þessu megum við aldrei glata! Hvorki náttúrunni okkar né kraftinum.

Við þurfum að halda í sérstöðu okkar því við erum afar merkileg þjóð. Þegar maður leiðir hugann að ESB þá er þetta eitt sem þarf að taka með í reikninginn. Við megum aldrei glata sjálfstæði okkar og sérstöðu sem er svo mögnuð á margan hátt. Hins vegar ætlum við okkur heldur ekki að lifa sem eyland úr takti við alþjóðasamfélagið heldur nýta það besta sem við eigum möguleika á til að efla okkur án þess að glata okkar séreinkennum eða grund okkar.

Góðir Íslendingar til hamingju með daginn. Ég er stoltur Íslendingur í dag, nú sem ávallt.

Í dag flagga ég fyrir Íslandi og Íslendingum.


McDonaldization

 

Ég fór á McDonalds um daginn og fékk mér barnabox. Það er ekki í frásögur færandi og sem betur fer er ég ekki mikið fyrir McDonalds en ég var svöng, vildi vita nákvæmlega hvað ég fengi og fá það strax. Þá leiddi ég hugann að hugtaki sem ég lærði um í vinnusálfræðinni í vetur sem er hugtakið um McDonaldization.

Ritzer highlighted four primary components of McDonaldization:

  • Efficiency - the optimal method for accomplishing a task. In this context, Ritzer has a very specific meaning of "efficiency". Here, the optimal method equates to the fastest method to get from point A to point B. In the example of McDonald's customers, it is the fastest way to get from being hungry to being full. Efficiency in McDonaldization means that every aspect of the organization is geared toward the minimization of time.[1]
  • Calculability - objective should be quantifiable (i.e., sales) rather than subjective (i.e., taste). McDonaldization developed the notion that quantity equals quality, and that a large amount of product delivered to the customer in a short amount of time is the same as a high quality product. This allows people to quantify how much they're getting versus how much they're paying. Organizations want consumers to believe that they are getting a large amount of product for not a lot of money. Workers in these organizations are judged by how fast they are instead of the quality of work they do.[2]
  • Predictability - standardized and uniform services. "Predictability" means that no matter where a person goes, they will receive the same service and receive the same product every time when interacting with the McDonaldized organization. This also applies to the workers in those organizations. Their task are highly repetitive, highly routine, and predictable.[3]
  • Control - standardized and uniform employees, replacement of human by non-human technologies.
  • (Tekið af http://en.wikipedia.org/wiki/McDonaldization)

Og það leiddi hugann að því hversu mikið við erum McDonaldized svona dags daglega. En á hinn bóginn hversu lítið heimurinn okkar er það.

Þó að þessi hugmyndafræði sé ágæt þá er hún samt eins og McDonalds, fínar umbúðir en innihaldslaus með öllu og oft verður manni hreinlega illt af innihaldinu.

Ég tel lífið einmitt snúast um allt annað. Það snýst um það að vita ekki nákvæmlega hvað við fáum því þá getum við notið þess óvænta. Svona eitthvað í takt við konfektkassann hans Forrest Gump. Ég held að ég vilji heldur ekki finna hröðustu leiðina frá A til B því ég aðhyllist meira spekina um að "It´s not the destination, but the journey". Einnig tel ég gæðin skipta meiru máli en magnið. Hver vill gúffa í sig heilum konfektkassa ef allir molarnir eru fullkomlega fyrirsjáanlegir og vondir að auki?

Ég vona að smám saman færumst við aftur frá þessari menningu. Lífið á ekki að snúast um endalausan hraða þar sem við viljum vita allt fyrirfram og fá sem mest fyrir sem minnst og innihaldslausa vöru sem þjónar einungis því hlutverki að seðja "hungur" til skamms tíma. Við eigum að geta slakað á, notið innihaldsríkrar máltíðar, notið þess óvænta og horft til langframa. Hitt á einungis að vera í einstaka tilfellum en ekki ákveðinn lífsmáti. Það skilar okkur engu þegar upp er staðið því hversu gaman var að ferðast frá A til B á sem hraðastan máta án innihalds og gæða á fullkomlega fyrirsjáanlegan, staðlaðan hátt?


Blint stefnumót?

Ef þú ætlar á "blint stefnumót" á næstunni þá mæli ég með því að nýta sér þennan frábæra kost.

10.júní
Blint kaffihús
Ungmennadeild blindrafélagsins Ungblind ætlar að reka blint kaffihús frá og með 17 júní n.k. til 20 júlí. Kaffihúsið verður staðsett í húsi Blindrafélagsins að Hamrahlíð 17. og verður opið alla virka daga frá 1100 til 1500.
Blint kaffihús felur í sér að allt er í svarta myrkri og á meðan þjóna blind ungmenni til borðs fá gestirnir þá nasasjón af því hvernig er að vera blindur.
Tekið er við pöntunum fyrir hópa í hádegismat í síma 525-0034 eða 895-8582.

(Tekið af www.mosfellsfrettir.is)

Þetta er frábært framtak! Ég hvet alla til þess að prófa þetta því til þess að setja sig í spor annars fólks þá þarf maður að komast sem næst því að finna aðstæður annarra á eigin skinni, það er að segja á eigin skynfærum!

Ég man alltaf eftir því þegar mínir frábæru yfirmenn á sambýlinu sem ég starfaði á stóðu fyrir "blindum starfsmannafundi". Þá vorum við öll með lepp yfir augunum og héldum fundinn þannig. Margt af því sem maður hafði ekki skilið rann upp fyrir okkur þar. Það var alveg mögnuð reynsla sem aldrei mun gleymast.


Ný forysta SUF

Ekki hefur mikið farið fyrir bloggi á þessum bænum undanfarið en nú er próflestri lokið, sumarið framundan og því ætti blogghagur minn að vænkast á næstunni. 

Síðustu helgi var haldið 70 ára afmælisþing SUF.

Ég hefði gjarnan viljað vera með og taka þátt í þessu góða þingi en var fjarri góðu gamni að þessu sinni en var samt sem áður með í huganum.

Ný forysta ungra framsóknarmanna var kjörin með Bryndísi Gunnlaugsdóttur í broddi fylkingar. Ég vil nota tækifærið og óska nýrri forystu SUF til hamingju og þakka fyrri forystu góð störf. Mér líst mjög vel á nýja forystu og Bryndís er lýsandi dæmi um þann kraft sem býr í grasrót flokksins. Því hefur verið fleygt fram að næsti varaformaður verði Eggert Sólberg Jónsson sem er dugnaðurinn og viskubrunnurinn uppmálaður. Saman munu þau væntanlega leiða okkur hin áfram. Sjálf mun ég skipa bekk varastjórnar SUF og er ákaflega ánægð með að vera hluti af forystuhópi SUF.

Nýlega er komin í loftið ný og glæsileg heimasíða SUF www.suf.is

Við SUF-arar erum á grænu ljósi og það er komið sumar.

 

 


Flott hjá Dalvíkingum!

Vá hvað þetta er flott framtak Smile.

Skapa stemmingu í bænum og standa þétt við bakið á sínum manni. Þetta kallar maður sanna félaga.

Dalvíkingar kunna heldur betur að gera sér og öðrum daginn eftirminnilegan. Ég ætla til dæmis alveg bókað að komast á Fiskidaginn mikla sem fyrst...

Hver segir svo að það sé bara stuð í Reykjavík?


mbl.is Eurovision-skrúðganga á Dalvík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

JEI!!!

VEI!!!

Bæði LÖNDIN MÍN KOMUST ÁFRAM LoL! Að minnsta kosti 1 af 10 atkvæðunum mínum komst áfram en hin voru víst ekki talin með þar sem aðeins mátti kjósa hvert land 1 sinni...

Til hamingju Regína Ósk og Friðrik Ómar og einnig Páll Óskar. Þið eruð landi og þjóð til sóma.

Regína Ósk og Friðrik Ómar sungu sig inn í hjörtu Evrópubúa í kvöld.Ísland og

simon

Danmörk.

Nú er ég sátt með Eurosvision og hlakka til að fara í dúndrandi Eurovision partý á laugardag!

Bara gaman...


mbl.is Ísland áfram í Eurovision
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áfram Ísland!!! Hin heilaga þrenning...

Þetta var reglulega flott hjá þeim og maður situr stoltur hérna úti af þjóð sinni og mun kjósa þau - að sjálfsögðu! Efast um að nokkur Íslendingur hér í Danmörku klikki á því... Mér finnst þau bæði vera frábærir fagmenn og frábærir söngvarar og Páll Óskar er líka algjör fagmaður og þessi heilaga þrenning mun færa okkur góða frammistöðu í ár. Handviss um það!

Ég er hins vegar líka ánægð með frammistöðu Dananna. Rosalega skemmtilegt lag og grípandi og ekki spillir fyrir útlit söngvarans sem er þvílíkt flottur Wink. Danskir karlmenn (og þjóðin öll reyndar) eru upp til hópa mjög myndarlegir og hafa sig vel til. Ekki það að við Íslendingar erum það líka um það verður aldrei deilt en dönsku strákarnir hafa sig meira til en þeir íslensku! Þeir spá mikið í útlitið.

Áfram Ísland! p.s. ég kaus OKKUR 10 sinnum... og vona að einhverjir af klakanum hafi nú kosið OKKUR Danina á móti Wink!


mbl.is Örlögin í höndum Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband