Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Fimmtudagur, 3. apríl 2008
Tákn frelsis eða tákn ráns?
Það er mikil kaldhæðni fólgin í því að kínversk stjórnvöld ætli sér að láta ólympíueldinn fara um Tíbet til þess að láta þetta tákn frelsis og styrks mannsandans lýsa upp andlit Tíbeta sem bera djúp ör menningarlegs þjóðarmorðs þess sem framið hefur verið gegn þeim í tæplega 60 ár og í ljósi nýjustu atburða.
Því miður tel ég engar líkur á því að Dalai Lama verði bænheyrður nú frekar en áður enda er hann ekki í miklum metum hjá kínverskum stjórnvöldum eða þeas. hann og "klíka" hans sem standa fyrir sjálfsmorðsárásum búddhamúnka að sögn kínverskra áróðursmeistara. Ég hef sjaldan heyrt meiri öfugmæli og merkilegt hversu langt áróðursmeistarar kínverskra stjórnvalda telja sig geta teygt lygarnar.
Kannski má segja sem svo að ef Tíbetar eru Zeus og eldurinn sjálfstæði þeirra, þjóð og menning þá eru kínversk stjórnvöld í hlutverki Prómóþeifs sem stal eldinum skv. grískri goðafræði. Þessi líking á betur við en sú að eldurinn tákni frelsi og reisn mannlegs anda. Fyrir Tíbeta er það eins og að fá spark í sig liggjandi.
Bendi ykkur á að lesa frábæra ritstjórnargrein sem birtist 29. mars s.l. í Morgunblaðinu.
http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?radnr=1203167
![]() |
Hvetur til þess Ólympíukyndilinn fari ekki til Tíbet |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 3. apríl 2008
Þetta verður þú að sjá
http://www.youtube.com/watch?v=0VRneGYpaXc&feature=related
Kæru Íslendingar, opnið augun fyrir Tíbet.
Ég bið ykkur um hjálp til handa Tíbet.
Kæru stjórnmálamenn og aðrir áhrifamenn.
Ekki loka augunum fyrir Tíbet.
Nú er tækifærið.
Tími Tíbeta er kominn.
Kristbjörg, vinur Tíbet.
Fimmtudagur, 3. apríl 2008
Hrós
Hrós kostar ekki neitt.
Hrós er eitt það besta sem þú getur veitt fólkinu í kringum þig.
Hrós eru þau bestu laun sem þú getur borgað.
Hefur þú hrósað einhverjum í dag?
Fimmtudagur, 3. apríl 2008
Það ætti að taka skrefið lengra
Ánægjulegt að komin sé löngu tímabær, tímasett ákvörðun varðandi stimpilgjöld. Það hefði hins vegar verið betra að sjá menn ganga alla leið og afnema þau með öllu.
Það er merkilegt hvað það er miklu smurt ofan á íslenska neytendur og nefnt ýmiss konar nöfnum. Sem dæmi má taka að í Danmörku eru engin færslugjöld af Dankortinu sem langflestir nota. Það er heldur enginn fit kostnaður. Ef menn fara langt yfir á kortinu þá hefur bankinn samband og lætur fólk vita af því án frekari aðgerða.
Þetta mættu íslenskir bankar taka sér til fyrirmyndar.
Það er jákvætt varðandi þessar aðgerðir að styðja eigi þá sem eru að kaupa sína fyrstu íbúð því eins og menn hafa rætt er það orðið ungu fólki nær ómögulegt að eignast sína fyrstu eign. Það getur hins vegar eins og formaður fasteignasala nefnir valdið vandræðum að skilgreina þetta. Ef fólk t.d. erfir lítinn hlut í fasteign og er þá skráð fyrir henni þá mun það sennilega ekki fá afnumin stimpilgjöld af sinni fyrstu íbúð sem það kaupir.
Ég hvet fólk til að kynna sér góðar færslur á síðu bloggvinar míns Halls Magnússonar www.hallurmagg.blog.is sem er með góðar hugmyndir varðandi það hvernig hægt sé að þróa Íbúðalánasjóð þannig að hann geti staðið betur undir hlutverki sínu. Hlutverk Íbúðalánasjóðs hefur sjaldan verið eins mikilvægt eins og nú til þess að tryggja fólki möguleika á að festa kaup á eigin húsnæði hvar sem er á landinu. Það er til dæmis mjög áhugaverð og löngu tímabær hugmynd sem hann reifar að endurskoða þurfi það ákvæði að miðað sé við brunabótamat. Eins og menn vita er það langt undir þeirri upphæð sem fólk þarf að greiða fyrir íbúðina og flestir hafa ekki svo mikið til þess að reiða fram. Sérstaklega ekki þeir sem eru að koma undir sig fótunum í fyrsta sinn eða eru efnalitlir. Þetta er því gríðarlega mikilvægt atriði til að styðja við þá sem helst þyrfti.
![]() |
Óttast stíflu á fasteignamarkaði fram til 1. júlí |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 3. apríl 2008
Leið-togi
Er í fyrirlestri um leiðtoga.
Þá datt mér í hug sú góða kenning að leiðtogi sé:
Sá sem togar leiðann úr fólki .
Miðvikudagur, 2. apríl 2008
Þetta er áhugavert einkaþotumál
Mér þykir áhugavert að menn skuli þurfa að minnsta kosti 3 fréttir á mbl og allar með ólík rök til þess að verja þessa einkaþotureisu Ingibjargar og Geirs.
Ég efast nú um að þetta væri gagnrýnt svona ef þetta væri "hagstæð leið".
Af hverju eru menn í svona mikilli vörn ef þetta er fullkomlega eðlilegt?
http://www.kristbjorg.blog.is/blog/kristbjorg/entry/492989/
![]() |
Munaði 100-200 þúsund krónum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 2. apríl 2008
Gott hjá SUS
Mikið er ég ánægð með SUS-ara núna. Þeir fá stórt hrós fyrir skýra afstöðu í þessu máli!
Ég vonast til þess að sjá álíka ályktanir frá hinum ungliðahreyfingunum á næstu dögum og öðrum félögum og samtökum.
Það er til háborinnar skammar og hræsni að ólympíueldurinn eigi að fara í gegnum Tíbet.
Mér þykir það einnig áhugavert að gríðarleg þáttaka hefur verið í mótmælum bílstjóra gegn háu eldsneytisverði að undanförnu og virðist það vera að bera árangur. Gott mál með þessi mótmæli en...
Hvernig væri nú að sýna sömu samstöðu í máli sem snertir okkur öll á mun dýpri hátt en hvað eldsneytið okkar kostar.
Máli sem snýst um mannslíf, máli sem snýst um kúgun, máli sem snýst um að vernda menningu sem á sér enga líka, máli sem snýst um það að við eigum að standa saman á þessari jörð gegn kúgun og mannréttindabrotum og stuðla að FRELSI félaga okkar Tíbeta og sýna kínverska drekanum að við munum ekki lengur loka augunum og horfa í hina áttina og sjá aðeins það sem þeir vilja að við sjáum.
![]() |
Hvetja ráðamenn til að sniðganga Ólympíuleika |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 1. apríl 2008
Ríkisstjórn Íslands ætlar að fljúga hátt á erfiðistímum
Ég taldi nú að stefnan væri að draga saman í fjármálum landsmanna og eflaust nokkuð verið grátið yfir þeim einkaþotum sem menn hafa þurft að leggja undanfarið.
Sá gállinn virðist ekki vera á ríkisstjórn Íslands. Það kemur kannski ekki á óvart þegar þau telja nauðsynlegt að hækka útgjaldaramma fjárlaga um 20% á milli ára á erfiðum tímum í efnahagsmálum.
Góða ferð, verst að þau skuli ekki njóta þess að fljúga með almenningi og nýta þannig tímann í samskipti við kjósendur sína.
Þetta er kannski bara aprílgabb eða hvað? Þessu er í það minnsta ekki haldið á lofti á mbl vefnum. Áhugavert.
Vísir, 01. apr. 2008 17:47
Einkaþota Geirs og Ingibjargar kostar sex milljónum meira en áætlunarflug
Andri Ólafsson skrifar:
Það kostar skattgreiðendur tæpum sex milljónum meira að ferja Geir h. Haarde og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur og föruneyti þeirra á Nato fund með einkaþotu en í almennu flugi.
Gréta Ingþórsdóttir, aðstoðarkona forsætisráðherra, sagði í samtali við Vísi í dag að kostnaðarmuninn á ferðinni miðað við áætlunarflug óverulegan. Jafnframt bætti hún við að þetta verið nauðsynlegt þar sem þurft hefði að gista í London yfir nótt ef farið hefði verið með almennu flugi.
Þetta er ekki alveg rétt hjá Grétu.
Samkvæmt upplýsingum frá dohop.com leitarvélinni er hægt að fljúga frá Keflavík til Heathrow og þaðan til Búkarest á miðvikudag og svo til baka á föstudag fyrir 131 þúsund krónur á mann. Verðið miðast við að flogið sé með Icelandair til London og British Airwaves til Búkarest.
Samkvæmt upplýsingum Vísis er 10 manna föruneyti frá forsætis- og utanríkisráðuneytinu á leiðinni til Búkarest og samanlagður kostnaður vegna ferðar af þessu tagi ætti því að vera rúmar 1300 þúsund krónur, ef skynsamlega væri haldið utan um budduna það er að segja.
Eins og Vísir sagði frá í dag ákváðu Geir og Ingibjörg hins vegar að ráðlegra væri að leigja einkaþota frá fyrirtækinu Icejet og fljúga beint til Búkarest.
Samkævmt upplýsingum Vísis er Dornier einkaþota af því tagi sem Geir og Ingibjörg hafa leigt um sex tíma að fljúga til Búkarest og aðra sex að fljúga til baka. Klukkutíminn er leigður út af Icejet, samkvæmt upplýsingum Vísis á um 5 þúsund evrur.
Það þýðir að ferðin fram og tilbaka kostar 60 þúsund evrur eða um 7.2 milljónir íslenskra króna.
Það þýðir jafnframt að ef tíu eru í föruneyti Geirs og Ingibjargar sé kostnaðurinn á hvern og einn um 720 þúsund krónur.
Munurinn á því að föruneyti Geirs og Ingibjargar ferðist með einkaþotu en ekki í almennu flugi er því 5.9 milljónir íslenskra króna.
(tekið af www.visir.is)
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 1. apríl 2008
Nokkrir gabbaðir
Ég féll nú bara á einu gabbi þar sem ég sá að vinkona mín hér úti var skyndilega skráð á Íslandi á msn hjá sér. Ég var fljót að spyrja hvað hún væri að gera heima?
Ég notaði hins vegar sama gabbið á nokkra af mínum msn félögum og héldu nokkuð margir að ég væri komin heim.
Ég plataði fólk líka á því á hinu blogginu mínu að ég ætlaði að flytja aftur heim til Íslands og að ég væri búin að missa allan áhuga á stjórnmálum og teldi að ekki væri hægt að hafa nein áhrif á samfélagið... sem er nú engan veginn mín skoðun því ég held að hvert og eitt okkar geti haft raunveruleg áhrif.
Þannig að nokkrir voru gabbaðir og ég hló hátt. Hef alltaf haft gaman af því að stuðla að því að geta hlegið aðeins með fólki og strítt því.
Ég man t.d. eftir einu góðu gabbi í gömlu vinnunni minni þar sem ég var að vinna sem forstöðumaður á sambýli og hringdi og tilkynnti þeim sem var á vaktinni að félagsmálaráðherra væri á leið í heimsókn og ég gæti ekki tekið á móti honum þar sem ég væri upptekin á fundi og þau yrðu að græja það fyrir mig. Þau fóru að gera allt fínt hátt og lágt og biðu eftir komu ráðherrans .
Svona er lífið nú skemmtilegt á 1. apríl.
Fólk hljóp ekki mikið en lét aðeins gabbast!
![]() |
Varstu gabbaður í dag? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 1. apríl 2008
Minningar um Tíbet
Ég man þegar við fórum yfir síðasta fjallaskarðið sem skilur að Kína og Tíbet á hásléttu Tíbet, Tanggula Pass 5231m, og sáum bænafánana og merkinguna. Ég man hvernig mér leið. Öll eftirvæntingin yfir því að komast á stað drauma minna var að verða að veruleika. Tilfinning sem hafði kviknað þegar ég sá myndina "Seven years in Tibet" (það spillti nú ekki fyrir hvað Brad Pitt var flottur í henni en það er önnur saga). Frá því ég sá myndina fékk ég einhvers konar köllun. Köllun um það að þessari fallegu og fornu menningu yrði ég að kynnast. Ég yrði að kynnast þessari fegurstu trú, búddhatrúnni. Ég yrði að sjá þessa náttúrufegurð og þetta sérstæða fólk með eigin augum. Sjálf er ég oft með rósaroða í kinnum eins og vinir mínir Tíbetarnir. Kannski var ég Tíbeti í fyrra lífi og þess vegna er tilfinningin svona sterk, hver veit? Tilfinninguna elti ég þangað til að þessi draumur varð að veruleika. Draumurinn um að heimsækja Tíbet. Ég fór þangað ásamt systur minni árið 2002. Aðal áfangastaðurinn var Tíbet en við ferðuðumst einnig um Kína, Nepal og Tæland þar sem við vorum á annað borð komnar svona langt.
Ég man líka tilfinninguna þegar við loks komum til Lhasa, hæstu höfuðborgar heims (3650m) kl. 7 að morgni eftir gríðarlega erfiða 3 daga þar sem við höfðum setið föst á hásléttu Tíbet vegna vegaframkvæmda. Margir höfðu veikst af háfjallaveiki þar sem það er mjög hættulegt að fara úr 3000m hæð í 5500m án hæðaraðlögunar. Það hefði verið í lagi ef við hefðum farið beint niður aftur. Ég var svo þreytt þegar við komum en hjartað í mér var að springa af spenningi. Ég vissi það að þessari ferð myndi ég aldrei gleyma og festi hvert smáatriði í minni mér.
Ég man eftir Tashi dele kveðju Tíbetanna. Ég man eftir Tashi sem framreiddi dásamlegan mat ásamt manninum sínum og bauð okkur með bros á vör að hætti Tíbeta.
Ég man eftir munkunum sem við hittum í einu þorpanna og ég sýndi íslensku póstkortin mín. Hvernig þeir hrúguðust allir í kringum mig og ég fann sterka lyktina af jakuxa mjólkinni og teinu sem þeir höfðu verið að drekka.
Ég man hvað mér þótti hásléttur Tíbet minna mig mikið á Ísland og stundum fannst mér ég vera komin aftur heim.
Tíbet og Ísland eru hreint ekki ólík.
Ég man eftir því hvað ég varð dolfallin þegar ég barði Potala Palace, höll Dalai Lama fyrst augum. Ég sat og nartaði í Kit Kat og gleymdi algjörlega stað og stund. Ég gat ekki hætt að horfa. Ég gat ekki hætt að taka myndir og ég gat ekki hætt að taka videomyndir. Ég var dolfallin. Þetta var eitt af undrum veraldar í mínum augum. Ég man hvað byggingin er stórfengleg þar sem hún stendur á einu hæðinni í Lhasa.
Ég man hvað mér sárnaði djúpt inn að hjartarótum við það að sjá minnisvarðann um "FRELSUN TÍBET árið 1959" sem útleggst á íslensku, minnisvarðann um rán Kína á Tíbet með ofbeldi og blóðsúthellingum. Þvílík hræsni. Ég man hvað mér þótti sárt að sjá hvernig borgin Lhasa skiptist í tvennt. Þú ert nánast komin í nýja borg í kínversku Lhasa með því að stíga fimm metra áfram. Þar er allt annar stíll á hlutunum. Nútímalegt og kínverskt. Þar er ekki sami friðsæli andi og er í Lhasa hlutanum. Þannig er það bara.
Ég man hvað ég heillaðist af útliti Tíbetanna. Ég man eftir klæðaburðinum. Ég man eftir fléttunum á konunum sem eru annað hvort 2 eða 106. Ég man eftir fallegu tíbetsku skartgripunum. Ég man eftir purpuraklæddu munkunum sem röltu um göturnar og töluðu sumir meira að segja í gsm síma. Ég man eftir konunum og munkunum sem sneru bænahjólunum sínum jafnóðum og þau röltu um. Þau voru meðal annars að biðja fyrir skordýrunum sem þau komust ekki hjá að kremja á för sinni.
Ég man eftir ferðinni í Potala Palace og ætla að deila með ykkur broti úr ferðasögu minni:
Daginn eftir var stefnan tekin a ad skoda Hollina ad innan. Vid aetludum ad fara strax kl. niu en thar sem vid hofum ekki beint verid i atvinnuturistagirnum tha vorum vid thar rett fyrir hadegi eftir morgunmat hja Tashi, bankaferd og fleira. En sem betur fer! Thvi ju thad kom a daginn ad olikt ollum sem vid hofdum talad vid og hofdu kvartad yfir otholandi traffik af kinverskum turistum tha voru bara engir hopar tharna. Vid fengum ad upplifa ad vera I Potala palace ad mestu med pilagrimunum sem thangad koma i truarlegum tilgangi og munkunum i sama tilgangi, augljoslega. Ja vid laeddumst bara med veggjum thvi okkur fannst vid bara vera fyrir thvi thetta var sko ekki eins og flestir turistastadir! Tharna forum vid upp troppurnar brottu, litlu, fraegu sem morg ykkar hafa sed ur myndinni 'Seven Years in Tibet' (veit nu ekki hvort their toku atridid thar en...) amk tha fengum vid ad sja allt annad en vid attum von a. Stanslaus umferd af pilagrimum ad kyrja buddhabaenirnar sinar i ollum sinum fallegu klaedum, otrulega fataekt folk sem komid hafdi langan veg med nokkra aura til ad gefa buddha, lyktin af jakuxakertunum alls stadar, ljominn af theim, hljomurinn af theim ad kyrja, buddhalikneskin ur skira gulli, andinn i loftinu...thessu er bara ekki haegt ad lysa thvi midur eins og eg vildi thvi thetta er bara olysanlegt og verdur grafid i minningu okkar systra medal merkustu klukkustundanna i lifi okkar thvi upplifunin var svo sonn, svo einstok og tharna og svona geturdu ekki myndad! Ja thad er til daemis ekki haegt ad festa lyktina af jakuxavaxinu a videoid, thvi midur! En eins og eg segi, upplifunin var engu lik og einhver olysanleg heppni olli thvi ad vid fengum alveg frabaera upplifun. Heldum ad vid myndum skoda yfirgefna holl, minnisvarda fullan af turistum og kinverskum i thokkabot en fengum i stadinn thessa oendanlega, ogleymanlegu stund med heittruudum Tibetum sem standa sinar skyldur vid sina buddhatru, kyrja sinar baenir, hella sinu jakuxavaxi a kertin og gefa buddha sin orfau jiao.
Ég man líka eftir að fara í sumarhöll Dalai Lama. Það var eins og hann væri enn þar. Hefði bara farið í gær. Þar ríkti óendanleg ró og friður. Í garðinum við höllina þá upplifði ég það sem ég tel vera næst himnaríki á jörð.
Ég mun aldrei gleyma þessu. Ég hét mér því að fara aftur til Tíbet. Ég hét mér því líka að ég myndi alltaf geyma þá von í hjartanu að geta hjálpað til. Ég hef meira að segja hugsað það hvort ég ætti að hafa samband við Dalai Lama.
Því þykir mér þyngra en tárum taki að vita til þess hvernig ástandið er í Tíbet í dag og íslensk stjórnvöld skuli skella við skollaeyrum af ótta sínum við það að styggja kínverska risann og taka viðskiptahagsmuni og aðra pólitíska hagsmuni fram fyrir mannréttindi og sjálfstæðisbaráttu Tíbeta. Við eigum mun meira sameiginlegt með Tíbetum en fólk gerir sér grein fyrir. Við erum afskekkt þjóð eins og Tíbetar sem býr í undurfagurri náttúru. Við fengum sjálfstæði en þeir hafa misst sitt.
Stöndum nú í lappirnar og látum okkur málin varða. Það er með hreinum ólíkindum hvernig heimsbyggðin lokar augunum og beygir sig eins og hóra undir stórveldið Kína. Að sumir skuli kaupa áróður Kínverja er líka með ólíkindum. Hver heldur að þjóð sem missir sjálfstæði sitt eftir blóðuga bardaga álíti sig frelsaðan af sama aðila og hafi gengið inn í gin risans með glöðu geði? Hver heldur að þjóð þar sem langstærsti hlutinn iðkar hina friðsömustu trú heimsins búddhatrú þar sem lífið sjálft er ofar öllu sé þjóð hryðjuverkamanna? Það er fjarstæða og nær ekki nokkurri átt. Sýnum kjark, þor og dug. Við erum ekki þekkt fyrir annað.
Hvert einasta okkar getur gert gagn. Allt frá því að taka þátt í mótmælafundum, skrifa á undirskriftalista, skrifa bréf, beita pólitískum þrýstingi í það að kveikja á kerti og biðja fyrir Tíbetum.
Ég hef kveikt á kerti fyrir þá og ég hef flaggað bænafánum mínum fyrir þeim. Bænafáni er marglitrir fánar sem á eru áletraðar bænir og er hann m.a. settur efst uppi á fjallaskörðunum þannig að þegar vindurinn blæs um þá þá flyst bænin til þess sem hún er ætluð. Þetta er líka til þess að óska öðrum ferðalöngum á erfiðum ferðum sínum bæna og góðrar lukku.
Nú skulum við flagga fyrir Tíbetum og óska þeim góðrar lukku og góðrar ferðar í vegferð sinni að FRELSI.
FRJÁLST TÍBET.
Kristbjörg Þórisdóttir, vinur Tíbet .

![]() |
Kínverjar segja Tíbeta skipuleggja árásir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)